Skiljanlega!

Evrópusambandið er knúið áfram af samrunaþörf þess. Markmiðið er evrópskt stórríki að hætti Bandaríkjanna þar sem völdum er komið að sem mestu leyti í hendur miðstjórnarvaldsins sem deilir síðan afmörkuðum hlutum þess út til einstaka svæða innan þess.

Bretar eru tortryggnir gagnvart þessu og finnst mér það skiljanlegt. Sem hérað í evrópsku stórríki verður Bretland líka að útnára, stjórnað af Frökkum og Þjóðverjum. Það finnst þeim vera slæm hugmynd.

Nú minnir þróun ESB um margt á sögu Rómarveldis, a.m.k. að eftirfarandi leyti:

  • Stöðug útrás og útþensla til að ná undir sig fleiri þegnum
  • Vaxandi styrkur miðstjórnarvaldsins
  • Aukin fjárþörf hins opinbera sem leiddi til peningaframleiðslu
  • Mikilli orku eytt í að sannfæra þegnana um ágætið, t.d. með niðurgreiðslum í allskonar
  • Siðferðisleg afstæðishyggja allsráðandi
  • Að lokum hrun að innan sem einhver að utan nýtir sér til að gera árás

Megi Bretar segja sig úr ESB hið fyrsta og aðrir fylgja í kjölfarið!


mbl.is Meirihlut Breta vill yfirgefa ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband