Er ISIS orðið að sameiningartákni?

Nú er hægt að segja margt um loftárásir á búðir og borgir ISIS: Að það sé kominn tími til, að það geri bara illt verra, að það fresti bara vandamálinu, að það sé hrokafullt af Vesturlöndum, að þetta sé ill nauðsyn og svona má áfram telja.

Mér sýnist hins vegar ISIS vera að leiða til þess að stórveldin Frakkland, USA og Rússlandi séu hérna búin að finna sameiginlegan snertiflöt sem er að koma á viðræðum á milli þeirra. Rússar láta nú Bandaríkjamenn vita af skotmörkum sínum og einbeita sér að ISIS í stað þess að skjóta á alla óvini Sýrlandsforseta. Frakkar og Rússar eru að tala saman. Þíða í samskiptum stórveldanna er að eiga sér stað, a.m.k. tímabundið. 

ISIS eru auðvitað að reyna afla sér samúðar og nýliða með því að hegða sér á sem hrottalegastan hátt. Kannski mun sú aðferðafræði virka en kannski kemur hún í bakið á þeim og leiðir til tortímingar þeirra.

Hvað tekur þá við? Friður? Nei, varla. Í heimshluta þar sem landamæri haggast ekki og trúin er svo samofin hinu opinbera er líklega engin von til friðar. En aðrir geta engu að síður sameinast um það hver er vondi kallinn og byrjað að tala saman á ný. 


mbl.is Hefja árásir frá Charles de Gaulle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tala saman, um hvar eigi að hefja næsta stríð?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2015 kl. 21:33

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

ISIS er orðið að sameiningartákni vinstrimanna, það er sama hvaða illvirki ISIS framkvæma, vinstraliðið finnur einhverja ástæðu af hverju illvirkið er réttlætanlegt.

Svo vill vinstraliðið flytja ISIS til Íslands, hvað er með það?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.11.2015 kl. 03:29

3 identicon

Er eitthvað hægri vinstri á þessu?  Vinstri menn vilja ESB, hægri menn vilja Nato.  Eru þetta ekki tvær hliðar á sama peningi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 07:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur, já gott ef ekki. Með heppni færist samt talið út í frjáls viðskipti og gagnkvæma virðingu.

Geir Ágústsson, 24.11.2015 kl. 11:31

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frjáls viðskipti með vopn og gagnkvæma virðingu fyrir vopnavaldi?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2015 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband