Sunnudagur, 22. nóvember 2015
Allir skattar eru eitraðir
Núna kvarta einhverjar konur yfir því að hreinlætisvörur fyrir kvenfólk séu skattlagðar og það kallað skattur á leggöng. Hvað ætli komi næst? Að rakvélablöð og raksápa fyrir karlmenn sé skattur á skeggvöxt? Að skattur á mat sé skattur á hungur? Að skattur á föt sé skattur á kulda?
Allir skattar eru slæmir. Hérna velja stjórnmálamenn bara að skattleggja það sem felur í sér sem minnstar mótbárur.
Auðvitað á að fella niður virðisaukaskatt á dömubindi og túrtappa, og um leið á mat, fatnað, verkfæri, hjól, steinull, vinnu iðnaðarmanna og raksápu svo eitthvað sé nefnt.
Ríkisvaldið á svo að fækka verkefnum sínum, stofnunum og starfsmönnum sem nemur hinum lækkuðu skatttekjum.
Því ekki viljum við samfélag þar sem ríkisvaldið skattleggur leggöng, skeggvöxt, hungur og kulda, er það?
Legið skattlagt um allan heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.