Æxli á skrokk skattgreiðandans

RÚV er að mörgu leyti miklu stærra og verra æxli á skrokk skattgreiðandans en margar aðrar ríkisstofnanir (ohf. eða eitthvað annað). RÚV fær peninga fyrir að predika og útvarpa og senda út og nýtir oft aðstæður sínar til að predika eigin hagsmuni, og þeir hagsmunir eru yfirleitt andsnúnir hagsmunum skattgreiðenda sem RÚV þrífst á.

Þannig nýtur RÚV mikils trausts sem það notfærir sér til að mála sjálft sig eins og dýrðling og alla sem gagnrýna stofnunina sem andstæðinga. Aðrar opinberar stofnanir þurfa að láta sér nægja að senda menn í einstaka viðtöl og koma frá sér opinberum yfirlýsingum. RÚV getur raðað heppilegum álitsgjöfum í þætti sína og flutt fréttir um sjálft sig allan sólarhringinn.

RÚV er ígildi sovésku ríkisfjölmiðlanna sem sjá einn sannleik en ekki mismunandi sjónarmið.

RÚV ber að koma af spena skattgreiðenda og ýmsum lögbundnum hlutverkum þess, svo sem að senda út táknmálsfréttir sem enginn horfir á lengur og varðveita gamlar upptökur af Stundinni okkar sem enginn hefur áhuga á eftir að allt fjölmiðlaefni varð stafrænt, á að bjóða út eða hreinlega koma í lóg. 


mbl.is Dýrt fyrir RÚV að spara ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hentu gagnasafninu sínu.  Menningin felst í því að bjóða upp á flissið í Gísla Marteini.  Vinstri menn mæna nú allir á Illuga og vona að hann standi vörð um Gísla Martein.  Réttast væri að þeir sendu út heiman frá sér.  Þá gæti Illugi glamrað á píanó í nafni menningar og Gísli flissað með.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 17:41

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Var að horfa á dagskrákynningu N4 fyrir komandi vetur. Frábær sjónvarpstöð sem er með efni allstaðar af landinu. Kennir sig við fjóra landsfjórðunga og sést víða um heim. Glettur, Austfjarðaþáttur á sjónvarpstöðinni er einlægur og einstakur. Allt efni sérlega vandað. Sjónvarpsstöð sem hefur tekið við menningarhlutverki RÚV.  

Sigurður Antonsson, 7.11.2015 kl. 21:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir athugasemdirnar.

RÚV hefur fyrir löngu gleymt að það er raunveruleg eftirspurn eftir "þjóðlegri" dagskrá og "menningarlegri" þótt hún sé e.t.v. minni en eftir Sex in the City og X-factor. RÚV er að reyna elta afþreyingaráhorf Stöðvar 2 og hefur gert síðan Stöð 2 var stofnuð. 

Þeir sem tala um að ríkisvaldið þurfi að reka RÚV á einhverjum forsendum menningarvarðveislu tala eins og um dauðan markað sé að ræða - þess vegna þarf jú að niðurgreiða með skattfé. Svona eins og RÚV eigi ekki að vera til af annarri ástæðu en að vera til. Ekki til að þjóna áhorfendum. Ekki til að sinna eftirspurn sem annars væri vanrækt. Nei, bara til að vera til.

Markaðurinn er samt til staðar og þetta sjá aðrir.

Ég man þegar Skjár einn byrjaði. Þar var mikið um innlent efni, ferskt og aðlaðandi en um leið ódýrt í framleiðslu. Á meðan sýndi RÚV frá fótboltaleikjum og keypti rándýra gamanþætti frá Bandaríkjunum til að bjóða upp á valkost við Stöð 2.

Drap Stöð 2 allt innihald á RÚV?

Geir Ágústsson, 9.11.2015 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband