Nýtt byggingaland að opnast

Þeir gleðjast eflaust margir sem sjá fram á að nýtt byggingaland sé að opnast í Straumsvík ef álverinu þar verður lokað. Það vill jú enginn búa nálægt þessu ferlíki, er það nokkuð? Það var a.m.k. viðkvæðið á árum áður.

Að vísu getur sveitarstjórnin þá ekki eytt eins miklu fé enda mjólkar hún álverið rækilega og hefur alla tíð gert.

Að vísu verður eitthvað minna um atvinnu á svæðinu en menn eru jú allir komnir út í að týna fjallagrös og brugga töfraseyði heima og hafa af því ljómandi gott lifibrauð.

Að vísu verða þá einhverjir af meðlimum verkalýðsfélaganna atvinnulausir og minna aflögufærir um himinhá félagsgjöld og það takmarkar eflaust byggingavinnu við sumarbúðstaði og niðurgreiðslur á gleraugum, en þannig er það bara.

En segjum sem svo að verkalýðsfélög hefðu ekki meintan verkfallsrétt og að álverið gæti ráðið fólk með gagnkvæmu samkomulagi við hvern og einn væntanlegan starfsmann. Væri það svo hræðilegt? Af hverju þurfa að gilda önnur lögmál um suma en aðra? Ég sé fyrir mér að ef ég færi í verkfall þá væri uppsagnarbréfið u.þ.b. tvo daga að berast mér, kannski meira ef ég fæ einhverja samúð. Mér finnst það bara mjög skiljanlegt. 

Megi verkalýðsfélög starfsmanna álversins í Straumsvík vera sem skilvirkust í að moka félagsmönnum sínum á atvinnuleysisskrá, og sjáum svo hvað fólk verður ánægt með niðurstöðuna og allt nýja byggingalandið. 


mbl.is Verkfall aftur boðað í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband