Það er gott að vinna hjá hinu opinbera

Þeir sem vinna hjá hinu opinbera hafa það náðugt. Þeir njóta lífeyrisréttinda sem fáir geta keppt við. Þeir búa við miklu meira starfsöryggi en aðrir. Þeir geta skammtað sér laun og fríðindi á kostnað annarra nánast endalaust án þess að einhver spyrni við fótum. 

Hið opinbera framleiðir engin verðmæti. Það hirðir verðmæti af öðrum og dreifir til starfsmanna sinna og í ýmis verkefni. Ríkisvaldið framleiðir hvorki skó né fisk en hirðir þess í stað verðmæti af þeim sem gera það.

Margar tilraunir hafa verið gerðar í gegnum tíðina og úti um allan heim til að reyna temja hið opinbera. Til þess voru til dæmis stjórnarskrár fundnar upp, auk þess sem ríkisvaldið framkvæmir allskyns endurskoðun á sjálfu sér. Ekkert virkar samt til lengri tíma. Ríkisvald hefur alltaf tilhneigingu til að þenjast út og hirða meira og meira. Almenningur lætur glepjast og þróunin heldur áfram þar til lífskjör geta ekki lengur batnað þrátt fyrir aukna framleiðni einkaaðila.

Já, það er gott að vera opinber starfsmaður. 


mbl.is Laun opinberra starfsmanna hækka meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband