Eru skattalækkanir þensluhvetjandi?

Í frétt á Vísir.is segir:

Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. 

Til að komast að þessari niðurstöðu þarf að svara já við báðum af eftirfarandi spurningum (sem ég lána frá kunningja án þess að geta heimilda):

  • Eru peningar þá þensluhvetjandi þegar fólk eyðir þeim en ekki þegar ríkið eyðir þeim?
  • Og er meiri þrýstingur á fólk að eyða sínum eigin peningum en á þingmenn að eyða annarra manna peningum?

Maður þarf virkilega að hafa lesið yfir sig til að svara þessum spurningum með já. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mælistika seðlastjórans er brotin.

Mikill óvissa er framundan. Efnahagssveiflur er samt eitthvað sem má stýra. Hagvöxtur upp á 6 prósent í smáríki er sveifla sem þarf að hemja eins og á á flóðasvæði. Seðlabankinn, hinn furulegi telur að mál leysist með styrkingu krónunnar og hærri vöxtum. Um leið hækka laun og afurðaverð útflutningsgreina lækkar. Verðbólga eykst. 

Olíusjóður Norðmanna dró úr sveiflum en verðbólga jókst. Kínverjar settu stóran hluta hagvaxtar í bandarísk hlutabréf og nota þau nú í niðursveiflu. 

Hagfræði er mikill sveiflufræði þar sem enginn ræður við regnbogann. Hann birtist á ótrúlegustu stöðum og mælir gull. Málm sem lítið fer fyrir. Hagvitringar vita manna minnst hvernig hlutirnir gerast, nema ef vera skyldi eftir á. Hvernig geta þeir hinir sömu verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld.

Sigurður Antonsson, 12.9.2015 kl. 23:42

2 identicon

Í þenslu á að hækka skatta og lækka þá í samdrætti. Þannig getur ríkið lagt fé til hliðar þangað til not er fyrir það þegar illa árar. Og þannig er hægt að jafna kjör fólks á milli þenslu og samdráttar.

Ekki er svigrúm til að hækka skatta núna á almenning en hins vegar mikið svigrúm til að auka skatta á hálauna- og stóreignafólk til samræmis við skattgreiðslur i nágrannaríkjunum. 

Ríkið á að halda að sér hömdum með framkvæmdir í þenslu þó að ýmis verkefni geti auðvitað ekki beðið vegna uppsafnaðs vanda. Þá verður hægt að örva hagkerfið og draga úr atvinnuleysi með meiri framkvæmdum i samdrætti.  

Þetta eru einföld hagfræðilögmál sem eru alls staðar virt þar sem hagstjórn er í góðu lagi. Vegna mikilla sveiflna af völdum krónunnar er sérstaklega brýnt að taka upp slík hagstjórnartæki hér á landi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 13:45

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Hagfræði er Art en ekki science.  Það sést greinilega.

Steinarr Kr. , 14.9.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband