Góðverk á eigin reikning - vel gert!

Ég tek ofan af fyrir fólki sem gerir góðverk á eigin reikning. Lenskan er yfirleitt sú að heimta að aðrir gerir þau góðverk sem talin eru nauðsynleg að framkvæma, jafnvel með lögboði og þá yfirleitt á kostnað annarra. Gott er að sjá að þeir séu til sem telja að góðverk eigi að gera á eigin reikning.

Hvort viðkomandi hjálpi múslíma eða kristnum eða trúleysingja er svo aukaatriði.

Ég vona að margir flóttamenn komist í skjól frá stríðinu í Sýrlandi og hefji um leið baráttuna gegn ofbeldi hvers konar og þá sérstaklega þessu skipulega og trúarlega innrætta (eða undir trúarlegu yfirskyni).

Kristnir menn fóru ránshendi um Miðausturlönd á tímum krossfaranna í nafni kristinnar trúar. Múslímar útrýmdu öllum trúarbrögðum nema sínum eigin af Arabíuskaga á upphafsárum íslam. ISIS myrðir og rænir í nafni trúar. Allt þetta ofbeldi er framkvæmt vegna hvatningarorða greindra en harðsvíraðra manna sem lokka ráðvillta og rótlausa einstaklinga til liðs við sig og ýta út í ofbeldi. Vonandi taka flóttamenn þátt í að berjast gegn slíku. 

(Auðvitað er til ofbeldi sem kemur trúarbrögðum ekkert við og er það engu skárra, og er því hér með haldið til haga.)


mbl.is Einstæð móðir býður húsaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband