Þriðjudagur, 21. júlí 2015
EKKI heimsækja Danmörku!
Ég vil vara marga Íslendinga við því hér og nú að heimsækja Danmörku, þessa barbaraþjóð sem leyfir áfengiskaup 15 ára ungmenna (upp að 18% styrkleika til 18 ára aldurs).
Hér er áfengi til sölu nánast hvar sem er, allan sólarhringinn, og gjarnan er það meira að segja auglýst í blöðum og sjónvarpi og í strætóskýlum og í verslunum með stórum verðmiðum. Að hugsa sér - tælandi vodkaauglýsing á tíma dags þar sem börn eru vakandi!
Í þeirri verslun sem er næst heimili mínu er sterka áfengið í opnum og aðgengilegum hillum við kassana og gjarnan eru tilboð í gangi svona til að tæla eina flösku niður í körfuna rétt áður en kemur að greiðslu (álíka og gildir um sælgæti á Íslandi). Ég verð samt að játa að ég hef aldrei kippt flösku með þar. Kannski ég láti samt freistast næst og segi svo frá því hér á þessari síðu til að stuða hinn siðprúða Íslending.
Að einhverjir setji sig upp á móti áfengissölu á bensínstöðvum á Íslandi segir mér eitt: Íslendingar eiga ekki að heimsækja Danmörku, aldrei nokkurn tímann! Áfallið yfir öllu úrvalinu, verðinu og aðgenginu gerir sennilega út af við þá af hneykslan. Vissara er að byrgja brunninn áður en íslenska barnið fellur ofan í hann og banna bein flug frá Íslandi til Danmerkur.
Já, gerum það.
Gagnrýna bjór á bensínstöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Danir eru kunnir að tvöföldu siðerði og skorpulifur, en alkagengið er samt ekki ríkjandi þar, þökk sé fjarskyldu foreldra almennt og takmörkuðum mælingum ....
Þjóðólfur að Drykkju (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 07:42
..og góðu aðgengi að hassi og öðrum vímuefnum....
Mary Jane (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 07:45
Menn geta auðvitað dregið Dani í svaðið fyrir að leyfa fullorðnu fólki að vera fullorðnu, en hafi menn engan áhuga á menningu þeirra, hefðum, venjum, umburðarlyndi og áfengissölufyrirkomulagi er mönnum vitaskuld frjálst að heimsækja landið alls ekki. Gott ef Noregur (bjór í matvöruverslunum til kl. 20 á kvöldin) eða Svíþjóð (sérstakar áfengisverslanir) sé þá ekki Íslendingum frekar að skapi. Og gvuð forði mönnum frá að fara sunnan við landamæri Danmerkur, til Þýskalands, Hollands og þar fram eftir götunum, almáttugur! Þar er áfengið jafnvel enn aðgengilegra og ódýrara og betur auglýst! Enda allir fullir allan daginn eins og gefur að skilja.
Geir Ágústsson, 21.7.2015 kl. 12:22
Pældu þá í Þýzkalandi... vá.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2015 kl. 17:10
Upp til hópa þá virðast Íslendingar vera kommúnistar sem styðja svona kjaftæði eins og að banna að selja bjór í verslunum
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.7.2015 kl. 21:11
Kveðja frá Nesinu
Jóhann Kristinsson, 22.7.2015 kl. 08:57
Það er greipt í þjóðarsálina að Danir séu einhvern veginn meira "normal" en annað fólk, afþví þeir voru okkar herraþjóð. Þetta er kallað nýlendukomplex. Öðrum þjóðum þykir ekkert sérstaklega fyndið að gefa í skyn Danir séu barbarar eða eitthvað furðulegir frekar en aðrir. Nágrönnunum finnst þeim margir frekar skrýtnir. Drykkfelldir og tala undarlegt mál. Á Íslandi hlægjum við að hugmyndinni um að Danir séu ekki sérstakir fulltrúar normsins sem við eigum að miða okkur við og líkja eftir. Svo lítið höfum við unnið úr okkar nýlendukomplexi.
Afskaplega dannaður maður. (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 23:06
Ekki gleyma Thjodverjunum. Eda voru their herrathjod a Islandi? Er tha betra ad mida vid fv herrathjodina Noreg? Esa hver er punkturinn?
Geir Ágústsson, 24.7.2015 kl. 14:40
Banna flug til Thyskalands?
Geir Ágústsson, 24.7.2015 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.