Sitthvađ um auđsköpun og umhverfisvernd

Ekki skortir vestrćna umrćđu vondar fréttir um ástand umhverfisins. Óteljandi samtök og stjórnmálamenn reyna daglega ađ sannfćra okkur um ađ umhverfiđ og lofthjúpur jarđar sé ađ ţola mikla misnotkun af hálfu mannsins. Međölin til ađ lćkna meinin vantar ekki – ríkisvaldiđ á ađ storma inn í fullum skrúđa, skattleggja, setja reglur og skipa fyrir. Sem betur fer er ţó til jákvćđ hliđ á allri umrćđu um umhverfismál og hún snýst hvorki um takmörkun frelsis né skerđingu á efnahagslegri velmegun mannkyns.

Ekki er allt sem sýnist
Ýmsar rannsóknir hafa veriđ gerđar sem á einn eđa annan hátt reyna ađ setja umhverfismál í stćrra samhengi en viđ erum vön. Bent hefur veriđ á ađ ţví ríkari sem íbúar lands eru, ţví betur er fariđ međ umhverfiđ. Umbćtur og aukin framleiđni í landbúnađi hefur valdiđ ţví ađ skóglendi, t.d. í Bandaríkjunum, hefur víđa veriđ ađ breiđast út. Skógar drekka í sig koltvísýring og breyta í súrefni sem ćtti ađ vera fagnađarefni fyrir ţá sem hafa áhyggjur af bruna jarđefnaeldsneyta. Góđ lífskjör í ríkum löndum gera fólki kleift ađ brenna dýrari og hreinni orkugjöfum en ţeim sem íbúar fátćkra landa hafa kost á. Skítug kol og óhagkvćmur trjáviđur víkur fyrir hreinna náttúrugasi og betur unninni olíu. Fjármunir ríkra íbúa heims gera ţeim kleift ađ fjárfesta í nýtnari vélum sem skila sömu afköstum og eldri vélar fyrir fćrri dropa af dýrmćtri olíu.

Á heildina litiđ hafa ótal rannsóknir sýnt ađ ţegar íbúar landa komast yfir ákveđinn fátćktarţröskuld er ástand umhverfisins fljótt ađ batna. Núna bendir meira ađ segja margt til ađ innan fárra ára muni íbúar ríkustu landanna byrja ađ blása minna af koltvísýring frá sér en ţeir taka upp (t.d. í gegnum skóglendi sitt og graslendur) ţrátt fyrir vaxandi hagkerfi og fjölgun íbúa – ţróun sem er búin ađ taka alla 20. öldina og nćr langt aftur fyrir baráttu nútímalegra umhverfissamtaka fyrir hertum ríkisafskiptum af frjálsu framtaki. Ţegar viđ ţetta bćtist aukiđ skóglendi, minnkandi landnotkun undir sífellt afkastameiri landbúnađ og auknar kröfur efnađra íbúa um hreint loft og land er jafnvel hćgt ađ ganga svo langt ađ segja ađ ástand umhverfisins hafi aldrei veriđ betra eftir ađ menn skriđu út úr frumstćđum býlum sínum á miđöldum.

Ţó er ţetta háđ ţví ađ einkaeignarréttur sé virtur. Sú virđing helst sterkt í hendur viđ virđinguna fyrir umhverfinu, hvort sem menn líta á umhverfiđ sem ónýtta auđlind fyrir vaxandi velferđ mannkyns, eđa verđmćti út af fyrir sig.

Eignarréttur og auđsköpun
Ekki er alltaf nauđsynlegt ađ styđjast viđ rannsóknir og gögn, jafnvel ekki ţegar kemur ađ umhverfismálum. Hreint umhverfi er lúxus sem kostar fé. Vinstrimenn vilja ađ ţetta fé sé tekiđ af frjálsum einstaklingum og fyrirtćkjum ţeirra til ađ fjármagna verkefni ríkisins og hćgja á hjólum efnahagslífsins. Hiđ skynsama er hins vegar ađ leyfa hagkerfinu ađ vaxa sem allra mest og vernda eignarréttinn međ öllum ráđum. Ţannig verđa til ríkir einstaklingar og ţeir eru líklegri en ţeir fátćku til ađ hafa efni á hreinna umhverfi. Ţetta eru augljós sannindi, og eru sönn međ og án tölfrćđiúttekta.

Ţeir sem búa í kerfi ţar sem eignarréttur er val varinn standa sig almennt betur í umhverfismálum en ţeir sem búa í umhverfi mikillar samnýtingar og sameignar (ţ.e. ţar sem ríkisvaldiđ á land og gćđi). Ţetta er engin tilviljun og helst fullkomlega í hendur viđ ţá stađreynd ađ efnahagslega frjáls lönd eru almennt ríkari og hreinni en hin sem ţjást af sjúkdómum sósíalismans.

Ţeim sem er annt um umhverfiđ og vilja hreint loft og góđa umgengni viđ náttúruna ćttu hiđ fyrsta ađ beina sjónum sínum ađ frjálsu markađshagkerfi og hverfa frá ríkisafskiptum međ öllu tilheyrandi. Umhverfinu og mannkyninu vćri gerđur stór greiđi međ ţeirri uppljómun.

Ţessi pistill birtist áđur á heimasíđu Frjálshyggjufélagsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband