Sunnudagur, 22. apríl 2007
Bandarísk vopnalöggjöf og atvikið í Virginia Tech
Margir (dæmi, dæmi) hafa sagt að fjöldamorðin í Virgina Tech séu á einhvern hátt tengd bandarískri vopnalöggjöf. Viðkvæðið er þetta: Almenningur í Bandaríkjunum getur orðið sér úti um skopvopn með mun einfaldari hætti en víðast hvar í Evrópu (þar sem er búið að afvopna almenning að mestu). Þess vegna geti geðbilaðir menn orðið sér úti um vopn með auðveldari hætti og þar með hrint geðtrufluðum áætlunum sínum í framkvæmd.
Málflutningur af þessu tagi er, að mínu mati, hin argasta þvæla. Er aðgengi að sprengjuefni þá ekki orðið að sömu "ástæðu" sjálfsmorðs- og sprengjuárása í Miðausturlöndum? Er aðgengi almenning að hnífum ástæða þess að geðtruflaðir einstaklingar ráðast að öðrum með hníf? Getur byssa skotið ef enginn tekur í gikkinn?
Hvað sem þessu líður hefur nú komið í ljóst að hinn geðbilaði og byssuglaði námsmaður í Virginia Tech hafði ekki orðið sér úti um byssu samkvæmt bandarískum alríkislögum (ábending héðan). Hvort spekúlantar láti það hafa áhrif á "byssur drepa, ekki menn"-málflutning sinn veit ég ekki. Mér finnst samt að menn eigi að kæla stóryrði sín um bandaríska byssulöggjöf. Byssunnar var ólöglega aflað, og sé ásetningur fyrir hendi skiptir nákvæmlega engu máli hvað lögin segja - sá sjúki mun afla sér verkfæris til fjöldamorðs. Því miður verður ströng byssu- og vopnalöggjöf bara til að almenningur afvopnast og verður varnarlaus gagnvart þeim sjúku, úrræðagóðu og ofbeldishneigðu.
Þess má geta að Evrópusambandið drottnar sem skammbyssuútflytjandi á heimsmarkaði, og margt er ekki alveg eins og goðsögnin segir (t.d. meint vopnaleysi Evrópubúa). Meira hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.