Föstudagur, 19. júní 2015
Ráðum bara færeyskar hjúkkur í staðinn fyrir þær íslensku
Íslenskar hjúkkur segja að launin fyrir hjúkrun á Íslandi séu of lág, og að í Noregi séu þau betri, og að þar fái þær vinnu. Ef það er raunin þá er það líklega vegna þess að Norðmönnum finnst hjúkrunarfræðistörf borga of lítið miðað við önnur. Þeir ráða því ódýrara og erlent vinnuafl í staðinn.
Verða Íslendingar ekki að gera það sama og Norðmenn og ráða ódýrara vinnuafl frá útlöndum?
Staðreyndin er sú að það er nóg framboð af hjúkrunarfræðimenntuðu fólki, bæði á Íslandi og annars staðar. Launin endurspegla það einfaldlega, og kannski er það bara allt í lagi því ekki er hægt að borga fyrir bæði góð laun og góð tæki með sömu krónunni. Tæki og tól hafa kannski gert starfið að mörgu leyti þægilegra en áður og því þarf ekki að borga eins mikið til að fá manneskju sem kann að hjúkra og með allt annað í starfi hjúkkunnar á hreinu - nærveruna, aðlögunarhæfnina, umhyggjusemina og alúðina.
Kannski er fjárfesting í menntun sem hjúkrunarfræðingur ekki lengur eins ábatasöm og áður. Hið sama gildir um fjölmargt annað nám, t.d. skósmíði og flugmanninn. Heimurinn breytist. Þeir sem aðlagast ekki sitja uppi með háværar kröfur sem enginn hlustar á.
Ef Norðmenn geta ráðið ódýrt erlent vinnuafl (á norskan mælikvarða) í formi íslenskra hjúkrunarfræðinga, af hverju geta Íslendingar þá ekki gert það sama og ráðið frá t.d. Norður-Ameríku eða einhverjum Evrópuríkjunum? Er þá verið að stíga á tær? Verða hjúkkur að vera íslenskar - bæði á Íslandi og í Noregi?
Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert lykilatriði að hjúkrunarfræðingar beri eftirnafnið Thoroddsen. Joensen virkar alveg jafn vel.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/06/18/sorglegt-ad-famennur-hopur-hafi-skemmt-17-juni-curver-thoroddsen-hellir-ser-yfir-rikisstjornina/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 11:45
1. Aukin tækni eykur þörfina á vel menntuðu starfsfólki en ekki öfugt.
2. Það er erfiðara fyrir alla ef starfsmenn eru ekki vel talandi á íslensku, þó auðvitað sé betra að hafa einhvern sem þarf að tala við á ensku en að hafa engann.
3. Laun hjúkrunarfræðinga (eins og ýmissa annarra "kvennastétta") lægri en samsvarandi "karlastétta".
3. Það er barnaskapur að halda að það sé hægt að laga launamuninn í einum samningum, sérstaklega þegar staðan á almenna vinnumarkaðinum er viðkvæm eins og núna.
ls (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 12:04
Í dagur getur bóndi mjólkað 100 beljur með einni vél á einum morgni sem áður þurfti 20 manns til að gera á heilum degi.
Hvað eru íslenskir hjúkrungarfræðingar, ótalandi á norsku, að tala um að þar sé eftirspurn eftir þeim og laun hærri en á Íslandi? Og er ekki ákveðinn hroki þá í þeim að búast við umburðarlyndi frá Norðmönnum sem ekki má veita á Íslandi?
En það er rétt - ekki er hægt að "laga" eitt né neitt á einu bretti. Góð byrjun væri kannski að segja öllum samningum lausum og semja við hjúkrungarfræðinga á einstaklingsgrundvelli, svona eins og staðan er hjá stéttunum sem fara aldrei í verkfall.
Geir Ágústsson, 19.6.2015 kl. 12:10
Góð byrjun væri að taka verkfallsréttinn af BHM og svo er hægt að fá ágætis Filipino hjúkrunarfræðinga eða indverska. Þau tala líka góða ensku.
Beztu læknar sem ég hef farið til víðsvegar um heiminn og hér í USA hafa verið að indverskum uppruna. Fór í tvær aðgerðir í Malasíu kostaði rúma $200 US í hvert skipti. Var á sjúkrahúsi í fjóra daga í hvert skipti og var einn i herbergi. Læknirinn var af indverskum uppruna og er vel þekktur, enda er nafnið hans í Guiness Book of World Records.
Jóhann Kristinsson, 19.6.2015 kl. 13:57
Þetta er einhver sorglegasta færsla sem ég hef lesið. Uppfull af karlrembingi og kvennhatri. Geir þú sorglegur náungi sem gerir lítið velmenntuðu starfsfólki eins og hjúkrunarfærðingum og sennilega afþvi þú hefur ekki hugmynd um starfssvið þeirra.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 16:02
Nú eru ekki karlkyns hjúkrunarfræðingar, hvaða kerlinga rugl er þetta Sigurður, það er auðséð hver stjórnar öllu á þínu heimili.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.6.2015 kl. 16:10
Hvað veist þú um mína heimilishagi Jóhann. þú ert greinilega karlremba af gamla skólanum, lemur þú kannski konuna þína svona upp á sportið ? Já það eru til karlkyns hjúkrunarfræðingar en eins og þú veist kannski þá eru þeir í miklum minni hluta
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 16:35
Hef ekki konu heima hjá mér, en það er auðséð að þú ert laminn af konuni heima hjá þér. Er það á hverjum degi, einu sinni í viku, einu sinni í mánuði eða kanski mörgum sinnum á dag sem þú ert laminn af konuni heima hjá þér?
Nú er ekki jafn mikið af karlkyns og kvenkyns hjúkrunarfræðingum á Íslandi? Gleymdist þá að stofna Jöfnunarsjóð fyrir karlmenn i dag?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.6.2015 kl. 17:10
Hjúkrunarfræðingar frá öðrum löndum þurfa líka að búa í mannabústöðum á kalda Íslandi.
Þrælahald, er það kallað, þegar fólk fær ekki næga hvíld, hollan mat, og húsaskjól fyrir vinnuframlag sitt og dagvinnulaun, og er ekki líðandi. Þó sumir ætli að keyra heilbrigðiskonurnar eins og dauðar og sálarlausar vélar, sem ekki þurfa mannsæmandi húsnæðis og eftirskatta/sjóða-launakjör. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga og annars láglaunafólks á spítölum og heilbrigðiskerfinu er meiri en ábyrgð banka/lífeyrissjóða-stjórnenda, sem hafa hingað til komist upp með að fá ofurlaun fyrir að fría sig allri ábyrgð.
Sjúklingar læra ekki öll þessi tungumál sem verið er að plana á hlaupagöngunum yfirlæknastýrðu. Það er greinilegt að ekki er verið að hugsa um sjúklingana í þessu spítaladæmi. Sjúklingar eru ekki sálarlausar vélar, frekar en annað fólk. Það ættu nú ekki að vera nýjar fréttir fyrir þá sem ráða stóru málunum?
BHM á ekki samleið með heilbrigðisstarfsfólki nema að hluta til.
Þessi flækjulög eru ólíðandi, þar sem á að rusla lögfræðingum, læknum og fleiri hálaunastéttum saman við heilbrigðisstarfsfólk í lægsta launaþrepinu. Það ætti að vera siðmenntuðu nútímafólki frekar augljóst réttætis og sanngirnismál?
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2015 kl. 17:47
Þrælarnir þínir búa við atvinnuöryggi Anna Sigríður. Þeir sem búa ekki við slíkt öryggi ættu kannski að þakka pent fyrir það?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 18:17
Ég skil afhverju þú átt ekki konu Jóhann, Hún hefur fúið barsmíðarnar. Þú heldur greinilega að fólk getir ekki búið saman í sátt og samlyndi á barsmíða Skil vel að þú eigir ekki konu.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 18:30
Nú er Geir kominn í gríngírinn...;-)
Allir í stuði. Kannski er hann að taka sýru. Líklega.
Arnar H. (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 19:30
Svona bara fyrst ég datt hér inn! Ef menn vita ekki efitr allar þessar fréttir sem eru búnar að vera af þessum málum að Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki í BHM þá eiga þeir ekki að vera bull um þessi mál.
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.6.2015 kl. 00:59
Ég þakka kærlega fyrir mörg upplýsandi innlegg.
Ég verð samt fyrir mitt leyti að segja að allt þetta tal um hinn hræðilega erlenda starfskraft virkar einkennilega á mig. Sjálfur er ég útlendingur í landinu sem ég bý í - það tók mig um ár að verða sjoppufær í tungumálinu og 2-3 ár að ná góðum tökum á því. Ég fékk engu að síður tækifæri til að sanna mig og er ævinlega þakklátur fyrir það. Mér var sýnt umburðarlyndi og skilningur. Ég var á þessum fyrstu árum ekki 100% nothæfur í öll verkefni en gerði mig smátt og smátt nothæfari og naut aðstoðar innfæddra til þess.
Tilvist mín og annarra útlendinga eins og mín í landinu ein og sér eykur framboð á vinnuafli eins og mínu sem þrýstir launakröfum niður. Innfæddir líta samt ekki á mig með hornauga - þeir sjá vonandi að verðmætasköpun mín er öllum til góðs. Enda er mikil vöntun á fólki eins og mér í þessu landi svo vinnuafl er flutt inn, og sum fyrirtæki gæla meira að segja við að flytja starfsemi til útlanda vegna skorts á hæfu vinnuafli.
Það virðist vera í lagi að íslenskur hjúkrunarfræðingur vinni á norsku hjúkrunarheimili, en ekki að erlendur hjúkrunarfræðingur sinni íslenskum sjúklingum. Þá það - hérna vilja menn bæði eiga kökuna og éta hana og rekast á margar fyrirstöður.
Ég óska hjúkrunarfræðingum góðrar baráttu, en hvet þá til að skoða aðra valkosti við núverandi aðferðafræði, t.d. þá að brjóta upp ríkiseinokun heilbrigðiskerfisins og fjölga viðsemjendum sínum þar með.
Geir Ágústsson, 20.6.2015 kl. 08:30
Þetta er athyglisvert allt saman. Það er ekkert útilokað að sá sem tali hæst um þróunaraðstoð sé í raun mesti rasistinn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 12:12
Af hverju gerirdu rad fyrir ad faereyskar hjukkur fai eitthvad ut ur thvi ad vinna her? Thaer eru pottthett med mun betri laun en thear islensku. Faereyingum hryllir almennt vid almennum launakjorum her og vorkenna islensku verkafolki einnig, their sja um sitt folk og borga theim almennt mannsaemandi laun
Ari (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 23:36
Afi minn var á sjúkrahúsi fyrir skömmu og þar var vingjarnleg stúlka, sennilega frá einhverju Asíu-landinu, að aðstoða hann. Hún talaði svolítið brotna íslensku en var öll af vilja gerð og sinnti sínu hlutverki. Hún verður seint gerð að yfirmanni með þessa takmörkuðu íslensku, en hún stóð sig vel í sínu starfi. Gott hjá henni, og meira slíkt ef það verður til að stilla af kröfur um verð og þjónustustig í heilbrigðiskerfinu á meðan ríkisvaldið einokar rekstur þess.
Geir Ágústsson, 21.6.2015 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.