Misskilin frjálshyggja frjálshyggjumanna

Varúđ: Eftirfarandi skrif eru líklega ekki áhugaverđ fyrir neina ađra en ţá sem kalla sig frjálshyggjumenn, en eru fylgjandi hinu svokallađa "lágmarksríki", og telja ađ ţar međ sé komin hin fullkomna blanda frelsis og ríkisafskipta.

Í grein á sus.is skrifar einn ágćtur ungur hugsjónamađur eftirfarandi orđ:

 

Sjálfur hef ég ţá ţumalputtareglu ađ reyna ekki ađ neyđa einhvers konar bođ eđa bönn á annađ fólk međ stjórnmálaskođunum mínum, ţannig verđ ég ekki uppvís um hrćsni líkt og pólítískir andstćđingar mínir í Vinstri-grćnum. Ţetta gerir frjálshyggjan mér kleift enda stendur hún fyrir lágmarksríki sem skiptir sér hvorki af frjálsum markađi né einkalífi fólks.

 

Ţetta er stefna sem flestir vilja kenna viđ frjálshyggju, og er međal annars hluti af stefnumálum Frjálshyggjufélagsins ţar sem ég sit í stjórn.  Nánar tiltekiđ segir í ţeim stefnumálum: "Ríkinu ber ađ setja lög, veita löggćslu og dćma í dómsmálum. Ef ríkiđ sér ekki um ţessa hluti eru allar líkur á ađ frelsiđ verđi lítiđ."

Ţetta er fölsk röksemdarfćrsla og engu skárri en sú sem bođar alrćđi ríkisins - hámarksríkiđ. Líkindafrćđin er líka ósönn. Sagan er full af dćmum um samfélög sem störfuđu (og starfa) án virkrar miđlćgrar stjórnsýslu skattheimtandi ríkisvalds (húsfélög og alţjóđasamfélagiđ í heild sinni eru dćmi um ţađ í nútímanum). Bandaríkin voru upphaflega stofnuđ sem regnhlífasamtök frjálsra ríkja og áttu upphaflega ađ hafa ţađ eina hlutverk ađ sinna hlutverkum lágmarksríkisins eins og ţví er lýst hér ađ ofan. Lexían er tvíţćtt: Ţađ er vel hćgt ađ hugsa sér samfélag án ríkisvalds, og ekki er hćgt ađ hafa ríkisvald án ţess ađ hafa sívaxandi ríkisvald sem mun ítrekađ og stöđugt vaxa og skerđa réttindi ţegna sinna í nafni ţeirra eigin ţágu. 

Frjálshyggjumenn lágmarksríkisins geta ekki ćtlast til ţess ađ líkindafrćđin ein dugi til ađ réttlćta skerđingu á sjálfseignar- og séreignarrétti einstaklinga. Ef líklegt er ađ ég muni fá hjartaáfall ef ég borđa ekki gufusođiđ grćnmeti allt mitt líf, er ţá búiđ ađ réttlćta ađ ég sé ţvingađur til ađ borđa gufusođiđ grćnmeti allt mitt líf? Varla. Ef miklar líkur eru á ađ brotist sé inn í íbúđ mína ef ég hef ekki keypt ţjónustu öryggisfyrirtćkis eđa lögreglu, er ţá búiđ ađ réttlćta eignanám á eigum mínum til ađ fjármagna kaup á slíkri ţjónustu? Svo sannarlega ekki. Allt tal um líkindi er marklaust ef ćtlunin er ađ réttlćta skerđingu á réttindum mínum sem einstaklings. 

Hvađ ţá međ "samfélagslegan ávinning" af ţví ađ neyđa mig til ađ borga fyrir ţjónustu lögreglu og dómstóla til ađ verja sjálfan mig og eigur mínar? Er ekki ţćgilegra ađ gera ráđ fyrir ađ allir séu undir sama hatt verndar settir svo ekki ţurfi ađ eyđa meiri tíma í ađ hugsa um ţađ? Ţví miđur dugir svona útleiđing á skerđingu réttinda skammt. Sjálfseignarréttur einstaklinga á ekki ađ vera háđur svefnró allra annarra. Allir hafa einhverja skođun á ţví hvađ annađ fólk setur ofan í sig eđa gerir viđ tíma sinn. Ţar međ er ekki komin nein réttlćting fyrir einu né neinu sem kallast valdbođ eđa ofbeldi. Ađ auki kemur sá óheppilegi ţáttur inn í starfsemi lögreglu og dómstóla ađ ef ţessir ađilar eru lausir viđ samkeppni og ađhald, og kúnnar ţess eru neyddir til ađ vera kúnnar ţess, ţá hrörnar gćđum ţjónustunnar og verđ hennar hćkkar. Ef marka má allt tal um meinta einokunarstarfsemi olíufélaga og matvöruverslana á Íslandi mćtti ćtla ađ flestir hafi ríkan skilning á ţví.

Eftir stendur ađ engin frjálshyggja er fólgin í starfsemi lágmarksríkisins. Réttindi einstaklingsins -  eign hans sjálfs á eigin líkama og réttur hans til ađ eiga ţađ sem líkami hans og hugur öfluđu honum án ofbeldis og í gegnum frjáls viđskipti viđ ađra einstaklinga - verđa ekki skert međ ţví ađ beita líkindafrćđi. Ţau verđa heldur ekki skert međ ţví ađ vísa til vilja meirihlutans. Tveir einstaklingar sem ákveđa međ sjálfum sér ađ kalla sig ríkisvaldiđ hafa ekki meiri réttindi en tveir einstaklingar sem sitja saman á kaffihúsi og lýsa yfir vanţóknun á ákvörđunum einstaklinga í kringum sig. 

Frjálshyggjumenn á Íslandi eru vissulega skárri en allt annađ á hinu pólitíska litrófi, en ţeir misskilja upp til hópa hugmyndina um einstaklinginn og rétt hans til ađ eiga eigin líkama. Sá misskilningur nćr öfgamynd sinni í marxískri hugmyndafrćđi, en eđli hans er hiđ sama. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband