Tækifæri fyrir uppstokkun?

Stundum er hægt að líta á alvarlegt og snúið ástand sem tækifæri. Á Nýja-Sjálandi var landbúnaðarkerfið á sínum tíma til dæmis orðið að þungu lóði um háls íbúanna. Það krafðist mikilla styrkja, sem voru að hluta framleiddir með peningaprentun og þar með verðbólgu. Ríkisstjórnin á þeim tíma reiddi sig aðallega á atkvæði borgarbúa (vinstristjórn) og sá því upplagt tækifæri til uppstokkunar, og landbúnaðarkerfið var á stuttum tíma skorið úr snöru hins opinbera og er og hefur síðan verið eitt það frjálsasta í heiminum. Landbúnaður blómstrar á Nýja-Sjálandi í dag. Smjör þaðan fæst stundum á samkeppnishæfu verði í Danmörku, svo dæmi sé tekið. 

Mér sýnist mörg tækifæri blasa nú við stjórnvöldum á Íslandi til að einkavæða ríkisreksturinn í stórum stíl. Verkfallsstéttirnar, ef svo má kalla, eru upp til hópa kjósendur vinstriflokkanna. Þeim mætti moka í stórum hópum út úr ríkisrekstrinum. Heilbrigðis- og menntakerfið mætti einkavæða. Matvælaeftirlit mætti einkavæða (þar eru dýralæknar nú að leggja niður störf og valda stjórtjóni). Götuhreinsanir, sorphirða og ótal margt er í höndum einkaaðila víða um heim og því fjarri daglegu þrasi stjórnmálanna. 

Ríkisstjórnin ætti að líta á verkföllin og komandi verkföll sem tækifæri til að létta á ríkisrekstrinum og koma heilu afkimum hans út á hinn frjálsa markað. Því fyrr því betra, og því hraðar því betra (því ef plásturinn er rifinn hratt af mun stingurinn ganga fyrr yfir, t.d. fyrir þá sem í dag geta rétt út höndina til að fá borgað en þurfa bráðum að finna sér vinnu). 

(Verst að á Íslandi er í öllum aðalatriðunum vinstristjórn þótt hún beiti aðeins öðruvísi aðferðum en fráfarandi ríkisstjórn til að auka umsvif hins opinbera. Ég leyfi mér samt að vona.)


mbl.is Ástandið fer úr böndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fyllist alltaf von um bjarta framtíð Íslands þegar ég les svona greinar og átta mig á því að á Íslandi búa ekki aðeins mótsagnakenndir vinstrimenn sem virðast ekki þrá neitt annað en fátækt og eymd svo lengi sem allir hafa það jafn skítt.

Maður les ekkert annað þessa dagana en mótsagnarkenndar kröfur eins og að meta nám til launa í bland við það að hækka lágmarkslaun (og þá aðallega hjá ómenntuðu fólki). Þannig takk aftur fyrir þessa grein, hún sýnir mér að á Íslandi búa ekki aðeins háværir hálfvitar.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 09:58

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála en regluverkið þarf að vera einfalt og hart og ekki gefinn hinn minnsti afsláttur á því. Það hefur verið vandamál við einkavæðingu hér að menn fara síðan ekki eftir lögum reglum eða kjarasamningum og skipta síðan um kennitölu þegar kúkurinn nær niður í skó. Ef komið er í veg fyrir það þá á að einkavæða allt helv draslið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.5.2015 kl. 12:09

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir athugasemdirnar. 

Geir Ágústsson, 4.5.2015 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband