Óumflýjanleg afleiðing umsvifamikils ríkisvalds

Sumir hafa bent á að mikið skrifræði ríki á Íslandi. Opinberar stofnanir eru margar, og í þeim starfa heilu deildirnar af opinberum starfsmönnum sem hafa eftirlit, eyðublöð og reglugerðir á könnu sinni.

Margir benda með réttu á að þetta sé hamlandi, truflandi og beinlínis til að kæfa margan reksturinn í fæðingu.

Margir benda líka með réttu á að þetta bákn kostar sitt og það fé verður ekki nýtt í annað en að fjármagna pappírsframleiðslu og laun möppudýra.

Fáir komast hins vegar að kjarna málsins, sem er sá að ríkisvaldið er einfaldlega gríðarlega umsvifamikið og afskiptasamt og kemur allt við, og því verður ríkisvaldið hreinlega að útdeila flestum verkefnum hins opinbera úr höndum kjörinna fulltrúa og í hendur þeirra ókjörnu (embættismannanna).

Fáir ná að klára þá hugsun að til að minnka skrifræðið, eftirlitið og pappírsframleiðsluna sé ekki nóg að hagræða og sameina opinberar stofnanir. Það þarf að minnka umsvif hins opinbera þannig að því komi miklu fleira af starfsemi í samfélaginu ekkert við. 

Umsvifamikið ríkisvald kallar á stórfelldan rekstur embættis- og eftirlitsmanna. Lítið og magurt ríkisvald þarf ekkert slíkt. Slíkt ríkisvald hefur fátt á sinni könnu og þarf ekki að moka embættismönnum á sama hátt undir lýðræðislega kjörnu fulltrúana til að létta þeim lífið.

En gott og vel - höldum áfram að gagnrýna eftirlits- og umsýsluiðnaðinn án þess að hafa hugmynd um lækninguna. Þeir eru víst fleiri en opinberir embættismenn sem sóa tíma sínum og fé og tíma annarra. 


mbl.is Eru 4 stjórnvaldsfyrirmæli á dag ráðlagður dagskammtur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband