Mánudagur, 27. apríl 2015
Ríkisstjórninni tekst ađ berjast fyrir eigin stefnumáli
Loksins virđist ríkisstjórninni, í krafti ţingmeirihluta, hafa tekist ađ koma eigin stefnumáli alla leiđ í höfn. Ekki er hćgt ađ segja ţađ um mörg önnur af stefnumálum hennar. Ţetta virđist samt ćtla ađ hafast.
Í flestum öđrum málum virđist ríkisstjórnin bara hafa tekiđ upp stefnumál fráfarandi ríkisstjórnar og keyrt áfram á ţeim. Ţađ er alveg mögnuđ frammistađa, eđa frammistöđuleysi réttara sagt. Samt virđist hún ekki geta stađiđ af sér árásir ţingminnihlutans og vinstrifjölmiđlanna. Hún virđist ekki geta beđist afsökunar nćgilega hratt til ađ friđa vinstrimennina og sannfćra ţá um ađ stefnumálum vinstrimanna sé alveg ágćtlega borgiđ hjá núverandi ríkisstjórn.
Međ ţessu áframhaldi er sennilega lítil hćtta á ađ núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi ţingmeirihluta sínum eftir nćstu kosningar. Til hvers ađ kjósa Sjálfstćđis- og Framsóknarflokk til ađ berjast fyrir stefnumálum Samfylkingar og VG ţegar Samfylkingin og VG segjast ćtla ađ gera ţađ sama? Spyr sá sem ekki veit.
Málinu lokiđ af hálfu ESB | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er skelfilegasta ríkisstjórn allra tíma. Nú stendur til ađ gefa ţjóđareign (makrílkvóta) upp á 150-170 milljarđa til ríkasta fólks landsins.
Allar ađgerđir ríkisstjórnarinnar hafa annađhvort tekiđ miđ af ţví ađ auka svigrúm til spillingar eđa fćra fé frá hinum verr settu til hinna best settu. Ađ ţetta skuli vera hćgt í landi sem kennir sig viđ lýđrćđi er međ ólíkindum.
Ég ćtla mér ekki ţá dul ađ telja upp öll afglöp ţessarar ríkisstjórnar heldur ađeins ţađ sem ég man í svipinn.
Aukiđ svigrúm til spillingar felst í breytingum á kjöri í stjórn RÚV, breytingum á vali hćstaréttardómara, vali á seđlabankastjórum og fjölgun ţeirra í ţrjá, og breytingar á náttúrverndarlögum svo ađ eitthvađ sé nefnt.
Allt er ţetta mikil afturför og öfugţróun miđađ viđ ţađ sem hefur veriđ ađ gerast i raunverulegum lýđrćđisríkjum.
Tekjuskattslćkkanir hafa engar veriđ til hinna lćgst launuđu og langmestar til hinna hćst launuđu. Virđisaukaskattsbreytingar rýra kjör hinna verst settu međ hćrri matarskatti en bćta kjör hinna best settu međ afnámi vörugjalda á dýrum heimilistćkjum.
Ríkasta fólki landsins voru fćrđar nćstum 10 milljarđar međ afnámi auđlegđarskatts.
Stór hluti lífeyrisţega, ţeir sem verra voru settir, fengu enga búbót međ greiđslu grunnlífeyris til allra. Ţeir fengu áđur grunnlífeyri og fengu ţví enga hćkkun.
Jafnvel lánalćkkunin var tilfćrsla frá hinum verr settu til hinna betur settu. Mikill meirihluti upphćđarinnar fór til einstaklinga sem höfđu hagnast á sínu láni eđa ţurftu ekki á neinni fyrirgreiđslu ađ halda. Ţeir sem hćgt var ađ réttlćta ađ fengju lćkkun voru tiltölulega mjög fáir.
Leigjendur fengu sama sem enga fyrirgreiđslu. 400 milljónir til leigjenda á móti yfir 100 milljörđum til íbúđareigenda. Ţannig varđ gífurleg tilfćrsla fjár frá hinum tekjuminnstu til hinna tekjumestu og frá hinum eignalausu til íbúđareigenda.
Ţetta er kapítalismi andskotans. Tilfćrsla fjár milli tekju- og eignahópa hlýtur allaf ađ vera frá hinum betur settu til hinna verr settu ef eitthvađ vit á ađ vera í henni.
Til ađ kóróna ţennan hrylling reynir ţessi hörmulega stjórn nú ađ slíta ađildarviđrćđum viđ ESB ţvert gegn vilja meirihluta ţjóđarinnar og eigin loforđum án ţess ađ nokkur önnur lausn en ESB og evra séu í sjónmáli.
Ég er of kurteis mađur til ađ velja ţessum kónum ţau orđ sem best eiga viđ ţá.
Ásmundur (IP-tala skráđ) 28.4.2015 kl. 22:22
Ásmundur,
Viđ verđum vonandi fljótlega sammála ađ ósćtti okkar viđ ríkisstjórnina kemur úr tveimur gjörólíkum áttum. Á mér finnst hún vera of vinstrisinnuđ og ađ mörgu leyti algjört afrit af fráfarandi ríkisstjórn ţá kallar ţú eftir meiri sósíalisma.
Enda er ţađ kannski helsti gallinn viđ ríkisstjórnina: Hún er hvorki né, bćđi og, og svona einhvern veginn allt og ekkert. Henni vćri nćr ađ taka upp stefnumál og berjast af hörku fyrir ţeim frekar en ađ hlaupa međ stefnu sína í felur ţegar hljóđnemar fjölmiđlamanna birtast.
Geir Ágústsson, 29.4.2015 kl. 11:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.