Sunnudagur, 12. apríl 2015
Blásið í bólu
Fréttir um ný hæstu gildi hlutabréfavísitala ættu að vekja ugg hjá öllum. Slíkar fréttir eru óbeint fréttir af peningaprentvélum sem keyra á fullum snúningi og eiga að framkalla tölfræði sem gefur til kynna falskt góðæri (sem eiga í kjölfarið að tryggja endurkjör ráðandi stétta í viðkomandi landi).
Í greininni How Easy Money Drives the Stock Market er þetta útskýrt frekar, fyrir áhugasama.
Nikkei ekki hærri frá 2000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fólk mun falla fyrir þessu. Svo þegar allt hrynur fellur það fyrir kommúnistaáróðri, aftur, og næsta kreppa verður enn dýpri og lengri.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2015 kl. 14:53
Þegar áfengi er boðið í stórum stíl fyrir lágt verð er hætt við að timburmenn séu framundan fyrir þá sem þiggja.
Geir Ágústsson, 12.4.2015 kl. 17:49
Ekki var að heyra á Ólöfunum Ísleifs og Arnar á útvarpi Sögu að þeir hefðu trú á tilburður Frosta að reyna að stöðva peningprentunina.
Virtust telja að þetta væri hvergi gert öðru vísi en að láta bankana sjá um prenntunina (ekki hægt að skija þá öðruvísi). Það væri hin stækasta forræðishyggja að láta strjórnvald ráða hversu mikið væri prenntað.
Vissulega má segja (eins og þeir bentu á) að ýmislegt væri hægt og ætti að gera annað, t.d. snarauka bindiskyldu og afnema verðtryggingu. Bara það að bankarnir tapi á verðbólgunni myndi gera það að þeir reyndu ekki að valda henni í gróðaskini.
http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html
Það myndi síðan vera á við risapeningaprenntun að veita útgönguskatti inn í efnahagskerfið. Þetta eru verðlausar (innistæðulausar) krónur sem ber að eyða.
Það skiftir nefnilega engu máli hver eyðir snjóhengjukrónunum, vogunarsjóðir eða íslendingar, verðbólguáhrifin yrðu á endanum þau sömu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.