Ekki nóg: Seðlabanka Íslands þarf að leggja niður

Losun gjaldeyrishafta hefur verið til umræðu síðan höftin voru sett á á sínum tíma og áttu bara að standa yfir í nokkra mánuði. Þessir mánuðir eru nú orðnir að árum og stefna hratt að því að hafa varað í áratug.

Þetta er dæmigert fyrir "tímabundin" ríkisafskipti. "Tímabundnir" skattar hafa alveg sérstaklega tilhneigingu til að verða varanlegir, og ríkisstofnanir eru næstum því ódrepanlegar

Það er ekki nóg að losa um gjaldeyrishöftin. Ríkisvaldið þarf að koma sér algjörlega út úr framleiðslu peninga (með aðstoð skjólstæðinga sinna í viðskiptabönkunum). Seðlabanka Íslands þarf að leggja niður. Ríkisvaldið á að taka við skattgreiðslum og greiðslum skulda við hið opinbera á miklu fjölbreyttari hátt en íslenskum krónum eingöngu. 

Samkeppni í peningamálum hefur sömu jákvæðu áhrif og samkeppni t.d. fatahreinsana og hárgreiðslustofa. Ríkiseinokun hefur sömu neikvæðu áhrif hér og á öllum öðrum sviðum. Það er hið almenna sem gildir hér eins og á öðrum mörkuðum.

Hafi svo einhver áhuga á að "íslenska krónan" sé gefin út verður það einfaldlega að viðskiptahugmynd sem má hrinda í framkvæmd. Sú króna gæti þá verið byggð á einu nema loforðum (og yrði aldrei vinsæl) eða með "fót" í einhverju traustara, t.d. gulli, silfri, Bitcoin eða kvóta. 

Um leið þurfa fyrirbæri eins og opinber trygging innistæða að heyra sögunni til. Sparifjáreigendur eiga að vera tortryggnir gagnvart öllum sem bjóðast til að geyma sparifé þeirra og veita þeim grimmt aðhald sem leiðir til virkrar samkeppni í trausti - trausti á því að spariféð tapi ekki kaupmætti í sífellu.

Þetta er ekki mjög vinsælt baráttuefni á Íslandi, en það er að mínu mati mikilvægt. Að ríkisvaldið hafi afskipti af peningunum sem fólk notar í viðskiptum sínum er gríðarlega öflugt stjórntæki sem ríkisvaldið beitir hiklaust til að ná sínum markmiðum fram, gjarnan á kostnað launþegar og sparifjáreigenda.

Burtu með Seðlabanka Íslands!


mbl.is Áætlun keyrð í gegn fyrir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband