Vel gert!

Þrátt fyr­ir allt sem á und­an er gengið er það enn fá­menn klíka sem um­gengst líf­eyr­is­sjóðina eins og einka­spari­bauka, eins og ekk­ert hafi í skorist.

... segir Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður með meiru, og ég tek undir hvert orð. Ég tek jafnvel orð hans lengra og fullyrði að hið sama gildi um stjórnmálamenn og yfirmenn opinberra stofnana og hlutafélaga í eigu ríkisins sem starfa í skjóli lögvarinnar einokunar. Fólk sem er áskrifendur að fé annarra umgengst fé annarra eins og eigið fé og það sem verra er - umgengst það eins og fé sem má leika sér með í von um það besta. Enda heldur forstjóri lífeyrissjóðsins áfram að fá laun þótt hann tapi lífeyri þúsunda skjólstæðinga sinna í einhverju hlutabréfabraski. 

Sölvi sýnir hér mikið hugrekki sem ég vona að smiti út frá sér. 


mbl.is Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er góður punktur hjá þér.

Sumarliði Einar Daðason, 8.4.2015 kl. 13:53

2 identicon

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er að mínu mati það jákvæðasta í efnahagskerfi þjóðarinnar sem að öðru leyti stendur nágrannaþjóðunum langt að baki.

Því miður hafa margir miklar ranghugmyndir um lífeyrissjóðina, þar á meðal Sölvi. Lífeyrissjóðirnir hafa ekkert með það að gera að margir sem hafa greitt í þá fá aðeins smáræði í eigin vasa.

Það er ríkisvaldið sem tekur greiðslur úr lífeyrissjóðum upp í dvalar- og umönnunarkostnað á hjúkrunarheimilum. Venjulega er langt í frá að þær nægi fyrir þessum kostnaði. Menn fá þó alltaf að lágmarki ákveðna upphæð í eigin vasa. Það er upphæðin sem Sölvi hneykslast á.

Greiðslur í lífeyrissjóði eru lögbundnar. Það kemst því enginn upp með að greiða ekki nema kannski þeir sem eiga ekki neitt, ekki einu sinni bíl. Allar slíkar tilraunir verða mjög kostnaðarsamar með dráttarvöxtum og lögfræðikostnaði.

Þeir sem greiða ekki í lífeyrissjóði fá lágmarksframfærslu greidda frá ríkinu sem aðrir fá ekki eða fá skerta. Með þessu tiltæki sínu eru þeir því að skorast undan að safna til elliáranna á kostnað annarra skattgreiðenda. Það þykir mér aumt.

Lífeyrissjóðunum hefur gengið vel að ávaxta fé sitt þó að eitthvað sé það misjafnt. Í hruninu varð auðvitað visst bakslag en í raun furðu lítið sem skýrist af miklum erlendum eignum sjóðanna.

Þeir sem ákveða að greiða ekki í lífeyrissjóði og komast upp með það vegna eignaleysis eru afar illa staddir við starfslok. Ef þeir búa einir og hafa engar aðrar tekjur fá þeir um 192.000 á mánuði frá ríkinu. Er ekki leiga fyrir tveggja herbergja íbúð um 150.000 á mánuði eða meira?

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 15:02

3 Smámynd: Már Elíson

Ásmundur meðvirki, - Sýnist þér ekki sem einmitt svo, skv. þínum útreikningi, að 192.000.- fyrir einsstakling sé of lítið ? - Hvað finnst þér að hann eigi að fá við starfslok ? - Viltu gjöra svo vel og reikna út fyrir mig (og aðra) ásættanlega framfærslu einstaklings við starfslok svo hann eigi afgang um mánaðarmót eða geti tórt til næstu útborgunar. Eins gætirðu látið fylgja með hvað einstaklingur fær í útborgun pr.mán. ef hann borgar í lífeyrissjóð allt sitt líf og hvernig niðurstaðan er eftir skatt. - Láttu svo endilega fylgja með hver þú raunverulega ert, hvaða hagsmuna þú hefur að gæta og hver yrðu / eru þín útborguðu lífeyrisréttindi til viðmiðunar og sönnunar. - Það er nefnilega ekki víst, miðað við kúgunina og þjófnaðinn á eigum hins venjulega almúga, að þeir verði endilega búnir að borga hin glæpsamlegu húsnæðislán, eða önnur skyld okurlán og okurvexti við starfslok. - Gerðu einnig ráð fyrir því í svari þínu.

Gjörðu svo vel - sviðið er þitt.

Már Elíson, 8.4.2015 kl. 18:49

4 identicon

Málið er það eru alltof margir þjófar eins og Sölvi í þjóðfélaginu  Fólk fær nefninlega peninga úr kerfinu þó það hafi ekki borgað  eins og Ásmundur bendir réttilega á  Þar eru einstaklingar sem hverfa af vinnumarkaði, réttilega, vegna veikinda og slysa en stærsti hópurinn er fólk sem er að svíkja sér út bætur, fólk sem ekkert er raunverulega að, nema leti og óheiðarleiki, þessar afætur eru að éta upp það sem aðrir eru að safna með ærninni fyrirhöfn Það þarf að breyta þessu kerfi þannig að í stað þess að 12 % afheildarlaunum launafolks fari í sameiginlegan pott ca 1% það er næg upphæð til að sjá fyrir þeim sem  verða sammarlega óvinnufærir,restinn á að fara  í eigin séreignalífeyrissjóð  

samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 19:28

5 identicon

Það er ekki meðvirkni að benda á staðreyndir. Endilega bentu á rangfærslu af minni hálfu ef þú telur þig sjá hana.

Ég hef engan áhuga á að meta það hve mikið þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóði eigi að fá frá ríkinu né svara öðrum spurningum þínum. Það flækir bara umræðuna sem fjallar um allt annað.

Skv reiknivél Tryggingarstofnunar fá þeir sem búa einir og hafa engar aðrar tekjur um 192.000 krónur á mánuði (eftir skatta). Þeir mega að vísu hafa um 100.000 í fjármagnstekjur á ári án þess að greiðslur skerðist.

Treystirðu þér til að búa einn og lifa á 192.000 á mánuði, húsaleiga meðtalin. Kannski gengur það með herkjum að leigja lítið herbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrtingu.

Þeir sem geta gert sér einhverjar vonir um að komast upp með að greiða ekki í lífeyrissjóð mega aldrei eiga neina skráða eign. Hún yrði tekin upp í skuld við lífeyrissjóðinn.

Margir skulda mikið og því oft ekki eftir miklu að slægjast hjá lífeyrissjóðunum ef menn greiða ekki í þá. En með því að hætta að greiða eru menn að festa sig í fátækragildru. Þeir mega ekki eignast neitt.

Aðild að ESB mun hafa í för með sér gífurlega mikla lækkun á greiðslubyrði lána. Þeir sem hafna þeim valkosti er því ekki mikil vorkunn að greiða sínar skuldir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 19:35

6 identicon

Sæll Geir - sem og aðrir gestir þínir !

Geir !

Þakka þér fyrir: að taka þetta brýna mál, sem Sölvi Tryggvason fer fyrir, af hinni mestu einurð.

Ásmundur aftur á móti - er dæmigerður andbyltingarsinni, og fylgispakur grímulausum Kapítalismanum og græðginni, sem keyrir ísl sjóða sukkarana áfram, í takmarkalausri fyrirlitningunni á því fólki, sem hefir verið sett í það helzi, að greiða í þessa foráttunar viðbjóðs hít.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - fremur þurrum þó / til Ásmundar og hans líka //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 20:08

7 identicon

Það sorglegasta er að hver lífeyrissjóður hefur framkvæmdarstjóra,stjórnarformann ofl. Og hvað eru margir lífeyrissjóðir á íslandi? Þeir eru taldir í tugum. Og hvert stéttarfélag hefur stjórnarmenn sem þeir fá að sjálfsögðu aukagreiðslur fyrir. Þess vegna er þetta lífeyrirskerfi rotið. Það sem þarf að gera er að fækka þeim niður í 2 til 3. Þá lækkar stjórnunarkostnaðurinn umtalsvert. En líklega má það ekki því þá missa verkalýðs forkólfarnir spón úr aski sýnum.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 20:14

8 Smámynd: Már Elíson

Ásmundur..."Aðild að ESB mun hafa í för með sér gífurlega mikla lækkun á greiðslubyrði"..bla.bla...Þú meinar, lækkun á ofteknum okurvöxtum. Í því liggur aðalhræðslan hjá glæpamönnunum...sem lána með okurvöxtunum, hverjir sem það eru. - Veist þú hverjir það eru, Ásmundur ? - Reyndu svo að svara spurningum en ekki vera með hálfkæring og útúrsnúninga, ef þú á annað borð þykist vita betur en aðrir. - Ég sé alveg hvaða mann þú hefur að geyma í gegnum hroka-skrif þín. - Óskar Helgi og Ómar sjá þetta líka. - Taktu af þér grímuna og komdu fram ef þú þorir..Heigull.

Már Elíson, 8.4.2015 kl. 21:02

9 identicon

Sælir - að nýju !

Már Elíson !

Rétt mælir þú - sem oftar, og skulum við hér með skora á Sölva, að fara fyrir öflugum Landssamtökum, gegn þessarri glæpaiðju, sem þetta kerfi er fyrir löngu, að orðið.

Ásmundi tjóar lítt - að hengja sinn klakk, á Fjórða ríki Merkel kerlingarinnar Þýzku (ESB), sem einhvers konar hjálpræðis:: apparats, sem er að koma af stað stórstyrjöld í Heiminum, ásamt Obama og vinum hans, haldi fram, sem nú horfir, piltar.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 21:11

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég er fullkomlega sammála Sölva. Sjálfur vil ég sjá einfaldlega 1 lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þar sem allir hafi sömu réttindi. Eins og staðan er í dag, þá er það alger bilun, hversu margir sjóðir eru við lýði, í þessu fámenna landi. Fólk kemst upp með að haga sér eins og íslendingar séu marg miljóna þjóð, þegar það hentar því, þiggur laun, sem er margföld á við laun greiðenda í sjóðinn, sem alltaf er réttlæt vegna þeirrar ábyrgðar sem viðkomandi beri, en ber bara svo á endanum ekki nokkra ábyrgð.

Jónas Ómar Snorrason, 8.4.2015 kl. 22:23

11 identicon

Sælir: sem jafnan - og fyrri !

Jónas Ómar !

Velkominn: á þennan vettvang / sem þeim Hádegis móa mönnum (Mbl.liðum) þóknaðist að sparka mér útaf, í Janúar s.l. (svarthamrar.blog.is).

Hafði víst verið - 1um of kjaptfor og hreinskilinn, að þeirra mati.

Svo Sannrlega Jónas minn - kappkosta nú afætur Lífeyrissjóða kerfisins (Milljóna stjórarnir: og skrifstofur þeirra) að níða Sölva niður, fyrir hans frábæra framtak, EN:: ÞEIR MEGA BARA EKKI KOMAST UPP MEÐ ÞAÐ - mál að linni, og landsmenn reki nú af sér Heimsfrægt slyðruorðið - og leggi þessa sjóða fjanda alla, að velli.

Mun reyna - að setja mig í samband við Sölva / þó svo ekki hafi ég enn fundið símanúmer hjá honum, enn sem komið er.

Sömu kveðjur sem síðustu - vitaskuld /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 22:39

12 identicon

Það er einföld skýring á því hvers vegna raunvextir á Íslandi eru svona miklu hærri en í ESB. Ástæðan er að krónan nýtur svo lítils trausts.

Krónan getur ekki verið í höftum til frambúðar vegna þess að það er brot á einni grunnstoð EES-samningsins. Eftir afnám hafta getur fólk því skipt krónum yfir í evrur eins og því sýnist. Til að koma í veg fyrir að það verði gert í of miklum mæli fá menn hér miklu hærri vexti en í ESB.

Það er svolítið fyndið að þeir sem eru í afneitun kalli það hroka að horfast í augu við raunveruleikann. Enn fyndnara er að menn væli yfir háum vöxtum en hafni þó miklu lægri vöxtum með tilkomu evru.

Að ógleymdum öðrum framfaraskrefum sem ESB-aðild og evra hafa í för með sér.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 22:45

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Geir! Virkilega góður sannorður pistill þinn.- Ásmundur í flestum tilfellum er staðfesta dyggð,en þeim mun frekara áfall þegar menn sjá á hvaða emdemis óheilla-apparat, eins og ESb þeir trúðu,þegar þeir uppgötva að Íslandi er borgið að hafa hafnað því. Óskar Helgi bloggvinur,þú gætir náð í Sölva á Facebook,hef séð hann þar í vinahópi sonar míns,þeir voru samtíða í Sálfræði í H.Í. fóru síðan í sitt hvort framhaldsnám. Býst við það nægi að skrifa nafn hans,annars verð ég þér að liði ef þú þarfnast,bestu kveðjur. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 00:50

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta eru líflegar og skemmtilegar umræður.

Ég vil leggja áherslu á að ég er ekki að boða "einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn" eða aðild að ESB eða hvetja fólk til lögbrota þannig séð. Ég tek undir orð Sölva um lífeyrissjóðina og þau orð að ekkert breytist ef allir fylgja bara hjörðinni. 

En að afhenta fé sitt til annarra, inn í lokaða sjóði sem maður hefur takmarkaða möguleika á að hreyfa við eða ráðstafa, og vona svo það besta þegar á hólminn er komið - það er glapræði. Það getur enginn reiknað með að fá lífeyri sinn aftur. 

Þessu komst t.d. tengdafaðir minn heitinn að. Hann greiddi í tvo sjóði alla ævi og uppskar svo því sem nemur ellilífeyri ríkisins. Þegar hann féll frá fékk ekkja hans ekki neitt af sparnaði manns síns (eða jú, hálfan lífeyri hans í 1 ár minnir mig, áður en sjóðurinn hirti restina). 

Svona skyldusparnaður hefur marga ókosti:

- Færir fé úr vösum þeirra sem vinna fyrir því og í vasa annarra.

- Slævir alla ábyrgðartilfinningu okkar fyrir eigin öldrun.

- Býr til risavaxna sjóði sem hið opinbera getur tekið að láni til að eyða um efni fram (tilhneiging sem hefur sérstaklega aukist eftir komu gjaldeyrishaftanna, en var alltaf til staðar).

- Þjappar sparnaði landsmanna saman í fáar og stórar hrúgur sem leita í stórar fjárfestingar sem eru viðkvæmar fyrir sveiflum.

- Gerir sparnað til efri áranna einhæfan og bundinn við lífeyrinn fyrst og fremst. Margar aðrar leiðir eru til að spara, t.d. fjárfesta í fasteignum, gulli og öðrum verðmætum, en fá ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli við sparnaði í bundnum peningasjóðum (sem eru í raun ekki undir forræði greiðenda til þeirra).

Hitt skal þó nefnt að Íslendingar eru miklu betur staddir en margar aðrar þjóðir þegar kemur að fjármögnun ellinnar, en ég óttast að það sé í raun tálsýn þótt tölurnar líti vel út á blaði. Hið opinbera er byrjað að ásælast þessa peninga og verður ekki stöðvað nema með andspyrnu, sem verður ekki til nema fólk fari að hugsa sinn gang.

Geir Ágústsson, 9.4.2015 kl. 08:42

15 identicon

Mesta hætta lífeyrissjóðanna er íslenska krónan og þau höft sem henni fylgja.

Frá hruni hafa íslenskir lífeyrissjóðir ekki getað fjárfest erlendis. Það er mikið öryggi í erlendum fjárfestingum ekki síst vegna þess að þegar gengi krónunnar hrynur vegna efnahagsáfalls þá hækkar virði erlendra eigna vegna gengishækkana erlendra gjaldmiðla.

Vegna þessarar takmörkunar á fjárfestingarkostum er mikil hætta á bólumyndun og hruni í kjölfarið. Það er því orðið mjög brýnt að lífeyrissjóðir fái undanþágu frá gjaldeyrishöftum.

Þeir sem fá úr lífeyrissjóði sem svarar ellilífeyri ríkisins fá til viðbótar frá ríkinu skertan lífeyri svo að staða þeirra er miklu betri en þeirra sem aðeins fá ellilífeyrinn.

Þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð fá einnig skerðingu á ellilífeyri ef þeir hafa aðrar tekjur td fjármagnstekjur.

Greiðslur úr lífeyrissjóðum sæta ekki skerðingum vegna annarra tekna. Það á aðeins við um ellilífeyri ríkisins. Það er því út í hött að gagnrýna lífeyrissjóðina fyrir þær.

Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið góð eftir að vertrygging var tekin upp um 1980. Kostnaður vegna yfirbyggingar er alls ekki hár. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 09:33

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála því að íslenska krónan og gjaldeyrishöftin eru að skapa hættulegt ástand fyrir lífeyri landsmanna.

Ég tek jafnvel óttann lengra og finnst einskorðun lífeyrissöfnunar í pappírspeningum seðlabanka, hvaðan sem er, vera mjög einhæf leið til að spara til efri ára. En þessu hafa nú margir áttað sig á, og eyða nú sparifé sínu í gull og listaverk og Rolex-úr, eins og dæmin sýna:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/05/24/seldi_rolex_ur_fyrir_skutuvarahlut/

Geir Ágústsson, 9.4.2015 kl. 10:25

17 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Og - þakka þér ekki síður; fyrir góðar viðtökur sem gestrisni - Geir síðuhafi.

Nafna mín Kristjánsdóttir (kl.00:50) !

Þakka þér fyrir ábendinguna nafna - ég er ekki á Fésisbók (facebook) skráður / og mun ekki verða, en netfang mitt er : ohh1@isl.is, hefðuð þið mæðgin tök á, að framsenda það til Sölva mögulega, nafna mín.

Ekki síðri kveðjur - öðrum og þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 12:12

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já sæll nafni komst ekki í samband til þín í gegnum stjórnborð. Sonur minn kemur úr páskafríi föst/laugardag,þá vind ég mér í þetta eftir zzzzzz.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband