Endalok stjórnmálanna?

Sem gestur á Íslandi get ég varla orða bundist yfir mörgu sem ég verð vitni að þegar ég heimsæki landið og fylgist með fjölmiðlum í návígi og umræðunni almennt.

Íslensk stjórnmál vantar allt sem heitir hugsjónir. Það er alveg á hreinu. Stjórnmálaflokkar lenda hreinlega í vandræðum ef þeir gera tilraun til að framfylgja eigin stefnu. Augljóst er auðvitað afturköllun á umsókn Íslands í ESB. Það er stefna beggja ríkisstjórnarflokkanna og samt tókst að koma ríkisstjórninni í vörn í málinu. 

Hugsjónir skipta sem sagt engu máli og eru frekar til vandræða en hitt að láta stefnuna breytast með vindáttinni.

Íslenskur almenningur er líka algjörlega mótstöðulaus þegar stjórnmálamenn fara af stað. Þá má t.d. blóðmjólka í skatta til að reka allskyns opinbera þjónustu, en um leið má rukka þá ef þeir ætla sér að nýta þá opinberu þjónustu. Danir, svo dæmi sé tekið, tækju aldrei í mál að skattarnir himinháu væru ekki nóg gjaldtaka fyrir hinn opinbera rekstur. Íslendingar hins vegar láta rukka sig um allskonar komugjöld, innritunargjöld og hvaðeina ofan á skattheimtuna himinháu.

Íslenskir blaðamenn þjást líka af mjög hlutdrægu gullfiskaminni. Þeir muna ekkert af loforðum vinstrimannanna og umbera hvað sem er úr þeirri átt, en virðast hafa allar tilvitnanir á hreinu ef einhver hægramegin við miðju opnar á sér munninn. Auðvitað eiga allir að venja sig á að segja satt og lofa í hófi en meðferðin á loforðasvikunum er svo einhliða að maður trúir því varla. Enda rekur hið opinbera fréttastofu og nokkrar útsendingarstöðvar til að koma skoðunum vinstrimanna á framfæri, og vinstrimenn eiga að auki nokkra aðra fjölmiðla til að taka þátt í kórsöngnum frá vinstri.

Framtíðarsýn skortir líka víða. Menn lifa í núinu. Götur Reykjavíkur eru í klessu og viðhald á borginni í molum. Það er áríðandi skammtímavandamál sem varð til vegna skorts á langtímahugsun. Umferð borgarinnar er aðþrengd og jafnvel beint inn í íbúðarhverfi til að fela troðninginn á stærstu gatnamótunum. 

Til að toppa allt er grínisti nú orðaður við forsetastól og jafnvel stól forsætisráðherra eftir að hafa staðið sig hræðilega illa sem borgarstjóri. Einhvern tímann hefði þurft að standa sig vel í starfi til að fá stöðuhækkun. Nú er því snúið á haus.

Nú hljóma ég sennilega neikvæður og fúll á móti, en ég get ekki orða bundist. Íslendingar verða að fara spyrna við fótum, kalla eftir hugsjónafólki með þor og koma hinu opinbera á bak við girðingu aga í fjármálum og forgangsröðun. Annars verður illt verra. 


mbl.is Jón Gnarr líklegur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Í fyrsta lagi, þá ert þú ekki í lagi. - En þú tekur það hinsvegar fram að þú sért gestur á Íslandi. Það fer best á því að þú verðir það áfram, en þá stutt. - Ræðst á vinstri hlið (mannlegu hlið) stjórnmálanna, sem segir hvað þú ert aumkunarverður og illa upplýstur en um leið hliðhollur hægri glæpaflokkunum á Íslandi, eða viljandi ignorar það að nefna þá. - Að sjálfsögðu ert bæði neikvæður, illa upplýstur og fúll á móti eins og þú viðurkennir, þó að þú hafir engin efni til þass búandi erlendis. - Og að segja að Jón Gnarr hafi staðið sig illa sem borgarstjóri segir það eitt að áttir aldrei að hefja þetta blogg, svo illa lesinn ertu (viljandi ?) um hans frábæra fulla tímabil sem borgarstjóri höfuðborgar landsins. Hinir spillingaflokkarnir héldu aldrei haus í samstarfi í borginni og náðu (nokkrir) varla heilu tímabili. - Vertu svo bara úti. Láttu okkur um að reyna að höndla þennan stjórnarviðbjóð sem á Íslandsmet í óvinsældum í smátíma í viðbót.

Már Elíson, 30.3.2015 kl. 18:20

2 identicon

Í fyrsta lagi Már Elísson, bendir ýmislegt til að höfundur bloggsins sé nokkuð vel lesinn, hann hefur bara ekki sömu skoðanir og þú.

gunnar (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 19:18

3 identicon

Geir Ágústsson hefur rétt fyrir sér. Það er gott að vita að það eru ekki allir orðnir heilaþvegnir hérna. Ég hef búið og bý enn hér á klakanum og ég tek undir það sem hann segir um Jón Gnarr. Hann stóð sig illa sem borgarstjóri. Jón Gnarr er trúður sem lifir á sýndarmennskunni.

Már Elíson er stóryrtur og ósannorður og talar m.a. um "hægri glæpaflokkana". Það hlýtur að teljast undarlegt að stöðugleiki í fjármálum skuli aukast og verðbólga minnka þegar "glæpamenn" eru við stjórn. Líka óvenjulegt að "glæpamenn" leiðrétti og lækki höfuðstól lána.
Vinstri menn eru ekki ánægðir með neitt sem hægri menn gera vel. Þess vegna æsa þeir til verkfalla þegar hægri stjórn er við völd. Þeir þorðu ekki að styggja Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún var við völd.
Már Elíson er ómálefnalegur. Málflutningur hans er ekki þess virði að hlusta á.

Jóhannes G (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 19:36

4 identicon

Frábær pistill Geir. Þú sagðir það sem mig hefur lengi langað að segja en ég hef ekki þorað að segja vegna þess að ég velti því fyrir mér hvort að það væri þess virði þ.e. að fá alla elítuna á móti sér. Þú hittir hárrétt á málin með fjölmiðlana þeir hafa pönkast á ríkisstjórninni meira en góðu hófi gegnir og tekist að snúa málum á haus en þegar vinstri menn og samfylkingin eiga í hlut þá er þögn en á það ber að líta að menn hafa verið ótrúlega klúðurgjarnir í núverandi ríkisstjórn.

Kveðjur bestar

Guðmundur

Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband