Laugardagur, 7. febrúar 2015
Hvað með að stefna að ruslflokki?
Hér er hugmynd:
Í stað þess að íslenskir skattgreiðendur séu látnir borga skuldir sem þeir stofnuðu ekki til og runnu í allskonar björgunaraðgerðir og ofan í vasa bankafólks og annarra eftirlætisskjólstæðinga hins opinbera, hvað með að losa þá undan þeirri byrði?
Hið íslenska ríkisvald ætti að íhuga möguleikann á að gefa það út til lánadrottna sinna að það ætli ekki að borga skuldir sínar.
Við það lækkar vitaskuld lánshæfismat þess niður í alla þá ruslflokka sem fyrirfinnast, en tvennt vinnst við það:
- Skattgreiðendur geta nýtt fé sitt í annað en skuldir hins opinbera.
- Hið íslenska ríki getur ekki fjármagnað sig á lánum og þarf að láta skatttekjur duga, en til að auka þær þarf vitaskuld gríðarlega aukningu á efnahagslegu frelsi, sem að hluta næst fram með gríðarlegum skattalækkunum.
Meira um hugmyndir af þessu tagi hér og hér.
Feiknarlegir hagsmunir í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski myndu fáeinir íslenskir auðmenn hagnast á því en allur almenningur færi mjög illa út úr því. Erlendir vogunarsjóðir myndu hins vegar stórgræða.
Annars er þetta fáránleg spurning í ljósi þess að gjaldeyrisvaraforðinn er hærri en erlendar skuldir ríkisins.
Ríkið mundi að sjálfsögðu aldrei komast upp með að greiða ekki innlendar skuldir enda Ísland réttarríki. Það væri hreinn þjófnaður frá almenningi enda eru eigendur ríkisskuldabréfa einkum lífeyrissjóðir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 10:02
Á einum stað segir: "Gróft mat bendir til að verðmæti ríkiseigna sé ekki undir eitt þúsund milljörðum króna en áætlað er að nettóskuldir ríkissjóðs hafi numið um 796 milljörðum í lok síðasta árs."
http://www.t24.is/?p=8688
Svo ríkið gæti nú komið sér úr öllum skuldum, án aðkomu skattgreiðenda, með því að selja 75% eigna sinna. Það er eitt.
En hvernig á að koma skuldbindingum ríkissjóðs í formi lífeyrisréttinda og slíks af herðum skattgreiðenda? Slíkar kröfur má kannski bara selja eða borga út með frekari eignasölu.
Þetta er kannski ekki alveg ómögulegt mál.
Geir Ágústsson, 7.2.2015 kl. 18:45
Sala eigna ríkisins mundi varla leiða til nokkurs sparnaðar. Leigukostnaðurinn yrði það hár. Nægir að benda á reynslu Reykjanesbæjar í því sambandi.
Eina raunhæfa leiðin til að lækka skuldir er að greiða þær niður. Til þess þarf ríkið að auka tekjur sínar.
Nærtækast er að láta útgerðina greiða fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Síðan má hækka skatta á háar tekjur með því að bæta við einu til tveimur tekjuskattsþrepum.
Einnig er rétt að halda áfram með auðlegðarskattinn og bæta einnig við hann einu þrepi.
Að lokum er rétt að auka fjármagn til skattrannsóknarstjóra og kaupa lista yfir þá sem eiga fé í erlendum skattaskjólum.
Með þessum hætti má auka tekjurnar um tugi milljarða sem má nota til að greiða niður skuldir. Einnig er þetta góð leið til að draga úr vexti ójafnaðar sem er orðið mjög brýnt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 22:19
Er hann ekki að hugsa um hagsmuni útgerðarinnar en ekki þeirra sem kusu hann eða annara almúgaþegna.
pallipilot (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 03:10
Ein besta leiðin til að greiða niður skuldir ríkisins er að ganga í ESB og taka upp evru. Við það myndu vaxtagjöld ríkisins lækka um tugi milljarða á ári. Það er þó aðeins hluti af þeim sparnnaði sem fæst með upptöku evru.
Eins og áður segir er einnig hægt að auka tekjur ríkisins um tugi milljarða á ári með hækkun skatta á háar tekjur og miklar eignir auk aukins fjárframlags til skattrannsóknarstjóra.
Þessar aðferðir hafa allar reynst vel víða í Evrópulöndum . En hér er því miður stefnan á hinn veginn. Skattar og gjöld hinna betur settu eru lækkuð á kostnað almennings.
Bjarni Ben hefur nú sett sig upp á móti kaupum a lista yfir þá sem eiga í skattaskjólum þrátt fyrir góðan árangur annarra landa af slíkum listum.
Svo ræðst hann að tilefnislausu að skattrannsóknarstjóra rétt eins og hann vilji koma þeim skilaboðum til hennar að hún skuli ekki voga sér að vera óþæg.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 11:42
Tröllatrú þín á lækningarmætti skattahækkana fer að minna á trú miðaldarlækna á því að sjúga blóð úr dauðvona sjúklingum sínum.
Svo efast ég um að betri lánakjör muni stuðla að betri ríkisrekstri og vil benda á eina hugleiðingu um það efni hér:
http://www.vb.is/skodun/113684/
Geir Ágústsson, 8.2.2015 kl. 18:43
Það er vitað mál, þeirra sem vilja, Ásmundur,
að fara í dag að kaupa einhverjar úrelta lista,
um einhverjar banka/innistæðu/eignir er svipað
og segja við brotamenn, passaðu þig, því við
ætlum að skoða þína reikninga og hafðu vit á því
að koma þeim í burt.
Eini sem hagnast á þeirri vitleysu, er sá sem nær
að selja viðkomandi þannig upplýsingar, vitandi
af því að þær eru með öllu algjörlega gagnslausar.
Tíminn er löngu útrunnin, og feluleikurinn fær sitt
skjól, vegna upplýsinga, sem þeir hafa, til að fela.
Alltaf á undan þeim, sem það vilja það skoða.
Svo einfallt er það nú.
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.2.2015 kl. 22:13
Ég er ekki að mæla með almennum skattahækkunum heldur aðeins hjá þeim sem hafa mjög háar tekjur og miklar eignir. Það gefur augaleið að slík hækkun skatta eykur tekjur ríkissjóðs og bætir stöðu hans.
Þá verður auðveldara að borga skuldir og efla opinbera þjónustu. Hluti þeirra fjármuna sem annars færu til erlendra skattaskjóla verða eftir í landinu og nýtast til uppbyggingar innanlands.
Í Bandaríkjunum var hæsta skattprósentan um 90% á seinni stríðsárunum og næstu árum eftir stríð. Þannig tókst greiða niður miklar skuldir og byggja upp eftir kreppuna miklu og seinni heimsstyrjöld.
Ég er þó ekki að mæla með svo hárri prósentu. 50-60% sem hæsta skattþrep væri nær lagi. Það er í takt við það sem er að gerast i mörgum Evrópulöndum með góðum árangri. Slík skattlagning byggist á heilbrigðri skynsemi og rökhyggju og á því ekkert skylt við trúarbrögð.
ásmundur (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 22:21
Sigurður Kristján Hjaltested, aðrar Evrópuþjóðir hafa notað slíka lista með mjög góðum árangri svo að það ætti einnig að eiga við okkur.
Ef við fetum í fótspor Grikkja og höfnum þeim til að hlífa skattsvikurunum þá er það aðeins vísbending um spillingu og siðferði á lágu stigi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 22:27
Hér er uppskrift að eltingaleik sem tekur ekki endi fyrr en skattgreiðendur hafa verið blóðmjólkaðir um seinasta dropann:
- Ríkisvaldið viðheldur háum sköttum á nánast allt, en sérstaklega á þá "ríku" sem eiga "miklar eignir" (gjarnan eldra fólk á fastri framfærslu, en einnig menn og konur á uppleið).
- Fé þeirra sem hafa góða lögfræðinga og endurskoðendur leitar í felur og frá himinhárri skattheimtu.
- Ríkisvaldið fjölgar enn meira í her skattheimtumanna sem lyfta hverjum steini, innanlands og utan.
- Ríkisvaldið hækkar enn skatta, að hluta til að brúa bilið fyrir fé sem áður var skattheimt en er núna komið í felur, og að hluta til að fjármagna eltingaleikinn við meint undanskot.
- Þeir með úrræði finna enn aðra staði til að fela fé sitt, t.d. í gullgeymslum í Lúxemborg eða fjarlægari stöðum.
- Enn er spýtt í skattahækkanir til að brúa bilið og auka fjármagn í skattheimtuherinn.
- Osfrv.
Þetta hafa margir reynt, líka Evrópuríki sem hafa fylgt þessari uppskrift og hafa séð á eftir mörgum efnamönnum (eða eins og stendur á einum stað: Þeir eru eggin sem brotna þegar jafnaðareggjakakan er bökuð).
En verði mönnum að góðu á leið sinni til gjaldþrots.
Geir Ágústsson, 9.2.2015 kl. 07:36
Þegar uppgangur var mestur í Bandaríkjunum og þau talin fyrirmyndarríki, og ameríski draumurinn var enn við lýði, var skattprósentan þar í hæsta þrepi fyrst 90% og síðar um 70%.
Í aðdraganda kreppunnar miklu 1929 var þessi sama prósenta aðeins um eða rúmlega 30%. Í aðdraganda hrunsins 2008 var hún einnig af sömu stærðargráðu.
Sagan er besti leiðarvísirinn. Hún segir okkur að háir skattar á tekjuháa og auðmenn leiða til velgengni en lágir skattar á þá sömu leiða til hruns.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 21:51
Þér er mjög einblínt á þessa einu litlu tölu, tekjuskattsprósentu í Bandaríkjunum. Gott og vel. En það er nú meira sem liggur að baki heilu efnahagssveiflunum, t.d. peningaprentvélanotkun hins opinbera.
Geir Ágústsson, 10.2.2015 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.