Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Dæmi um lýðskrum
Bandaríska alríkið eyðir miklu meira fé en það getur kreist út úr fólki og fyrirtækjum í skatta og látið seðlabankann prenta af peningum og Kínverja kaupa af skuldum.
Hvað gerist þegar eitthvert ríkisvaldið er á þannig braut? Þá byrjar ferli sem er svo vel þekkt: Allskyns "glufum" á að loka og krækja þannig í nokkra milljarða í viðbót. Þeir sem verða fyrir barðinu á þessum aðgerðum kalla lögfræðinga sína á fund og finna leiðir til að forða verðmætunum frá aukinni skattheimtu. Sum fyrirtæki loka og flytjast annað. Önnur grandskoða löggjöfina og finna aðra "glufu" til að smeygja sér í gegnum.
Þau sem geta ekki varið sig þurfa að draga saman seglin og punga út. Enn önnur loka hreinlega - verða gjaldþrota.
Hið opinbera deyr þá ekki ráðalaust og beinir spjótum sínum að einhverju enn öðrum. "Auðmenn" eru yfirleitt heppilegt skotmark (og sumir hafa meira að segja hengt eigin andlit á skotskífu hins opinbera). Löggjöf er jafnvel smíðuð utan um ákveðin fyrirtæki (óljóst samt) til að herja á sjóði þeirra.
Sér einhver hvernig þetta endar?
Bandaríkin ætla að reyna "púlla Frakkland" á vandræði sín og beina sjónum almennings frá hinum raunverulega vanda: Að ríkisvaldið eyðir þar um efni fram.
Ná til fyrirtækja í lágskattaríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem er rétt í þessu, að mínu mati, er að fjölmiðlar hér uppi vilja oft gera línurnar miklu skarpari en þær eru. Sá sem ekkert þekkti til Danmerkur gæti haldið að danski fólkaflokkurinn væri barasta í stöðugum bardögum við muslima eða innflytjendur.
Er ekki svoleiðis.
Upplegg DF var öðruvísi hér í gamla daga og margir virðast fastir í því.
DF er búinn að vera svo lengi og meðlimimum hefur verið treyst fyrir ýmsu, þ.e. þeir hafa þurft að axla ábyrgð, - að upplegg þeirra í þessum málum er miklu vægara en oft er sagt hér eða látið í veðri vaka.
En þessi flokkur er náttúrulega hægri-flokkur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2015 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.