Gríska leiðin: Fordæmi fyrir aðra?

Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að forðast afleiðingar af miklu meiri eyðslu en tekjur geta nokkurn tímann staðið undir, sem sagt því að lifa á lánsfé um leið og öll verðmætasköpun er skuldsett til dauða.

Grikkir ætla að reyna að eyða sér út úr kreppunni. Það er ráð sem þeir hafa þegið frá hagfræðingum sem margir hverjir njóta mikillar hylli. Uppskriftin snýst í stuttu máli um að slá nýtt lán til að borga upp gamalt lán, og helst lána aðeins meira til að hafa eitthvað til að eyða í neyslu.

Gríska leiðin verður kannski vel heppnað fordæmi. Grikkir munu kannski fá stórar afskriftir og sleppa við að borga skuldir. Gott og vel. Hvað gerist næst? Önnur ríki taka upp á því sama. Sífellt verður þrengt að lánveitendum - þeirra sem framleiða verðmæti og lána þau til annarra í stað þess að njóta þeirra sjálfir. Á endanum lokast allar lánalínur. Þá verður verðbólgan ein eftir: Að prenta nýja peninga til að eiga fyrir einhverju. Gjaldmiðill í fjöldaframleiðslu er dauðadæmdur til lengri tíma. Er gríska uppskriftin banabiti evrunnar?

Annar möguleiki er sá að Grikkjum verði leyft að sigla sinn sjó. Þar í landi er víst ómögulegt að ná pólitísku samkomulagi um að snúa frá braut neyslu, eyðslu og skuldsetningar og byrja þess í stað að auka svigrúm fyrir verðmætasköpun. Gríski ríkissjóðurinn verður gjaldþrota og kröfuhafar ganga á eignir gríska ríkisins þar til engar eru eftir og yfirgefa svo landið. Grísk yfirvöld fá hvergi lán. Bótaþegar og gamalt fólk þarf að leita sér að vinnu. En kannski neyðast stjórnvöld til að lækka skatta og reyna raunveruleg úrræði til að vinna sig upp á ný. Kannski.

Sama hvað gerist held ég að Grikkland sé að mörgu leyti fyrsta blaðsíðan í nýrri efnahagssögu Evrópu. Fái Grikkir að stökkva frá skuldum sínum setur það fordæmi sem aðrir munu fylgja. Fái þeir að verða gjaldþrota er það forsmekkurinn að því sem bíður íbúa margra annarra Evrópubúa.

Elítan - stjórnmálamenn í innsta hring og eftirlætisskjólstæðingar þeirra - eru nú þegar að undirbúa sig fyrir hvoru tveggja. Þeir eru að forða verðmætum sínum úr pappírspeningum og í eitthvað áþreifanlegra, t.d. gull og silfur og dýr listaverk. Þeir eru að koma fé sínu í svokölluð skattaskjól (sem mörgum finnst vera ósiðleg leið til að bjarga eigum sínum úr brennandi húsi, en aðrir hafa sambúð með slíkri sjálfsbjargarviðleitni).

Almenningur getur ekki varið sig á sama hátt.

Ég segi: Reyndu að afla þér þjálfunar eða menntunar sem gerir þig að verðmætum starfskrafti jafnvel þótt allir bankar hrynji í kringum okkur og skuldafjallið lendir á herðum okkar. Komdu þér úr skuldum eins hratt og þú getur. Ekki gera ráð fyrir neinum lífeyri á þínum efri árum. Kynntu þér hagfræði sem gerir þér kleift að skilja umheiminn frekar en rugla hann. Og vonaðu það besta!


mbl.is Obama stendur með Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband