Mánudagur, 26. janúar 2015
Sumt er afstætt
Hvað ætli yrði um norsk ungmenni ef þau yrðu sent 60 ár aftur í tímann til íslensks sjávarþorps? Þar sæju þau unga krakka vinna 10 klukkutíma á dag við að salta síld og sópa gólf, jafnvel án hlífðarhanska, í kulda og vosbúð og fyrir lítil laun.
Hvað ætli yrðu um norsk ungmenni ef þau sæju allar hinar meintu þrælabúðir verða gjaldþrota og öll ungmennin sem þar vinna vera send aftur út í sveit til að vinna þar enn lengri vinnudaga við frumstæðan landbúnað og fyrir brotabrot af núverandi launum þeirra?
Hvað ætli yrði um norsk ungmenni ef þau sæju afleiðingar þess að kaupa EKKI tískufatnaðinn sem knýr áfram þróun stórra, fátækra svæða í heiminum í dag?
Halda norsku ungmennin kannski að það sé tilviljun að fataframleiðsla sé stunduð víða á hinum fátækari svæðum heimsins í dag? Svo er ekki. Fataframleiðsla krefst mikils mannafla og hlutfallslega lítilli fjárfestinga í dýrum tækjum og tólum sem krefjast mikillar þekkingar og menntunar. Fataframleiðsla hefur hentað mörgum fátækum svæðum til að stökkva upp á næsta stig lífskjara.
Ef kostnaðurinn við þess konar framleiðslu er hækkaður upp úr öllu valdi (t.d. með hærri launum, meiri kröfum og þess háttar) er hætt við að hún leggist af. Hvað tekur þá við? Þá eru börnin aftur send út á ruslahauga til að grafa þar eftir einhverju til að selja, eða betla, eða strita á ökrum frá morgni til kvölds.
Ég vil auðvitað ekki mæla neinu þrælahaldi bót, og finnst sorglegt að vita til þess að víða um heim þurfi börn að byrja vinna frá unga aldri (eins og afar okkar og ömmur á sínum tíma), og víða heimilar hið opinbera að verksmiðjur spilli landi og grunnvatni bænda og landeigenda í nafni iðnvæðingar og það blástimpla ég ekki. En að loka búllunni og senda börnin í enn verri aðstæður - það vil ég ekki.
Norskir tískubloggarar sendir í þrælabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.