Góð byrjun, eða upphaf og endir?

Bandaríski smásölurisinn Costco hefur tekið ákvörðun um að opna verslun hér á landi.

Mjög gott. Ef marka má fréttir þá var þetta ekki létt ákvörðun og þurfti jafnvel að hagræða einhverju í íslenskri löggjöf og skattaumhverfi til að hún yrði tekin.

Á íslenskan smásölumarkað er þá kominn enn einn risinn (aðrir eru t.d. Bauhaus og IKEA). Vonandi skilar það sér í aukinni samkeppni og lægra verði og/eða betri þjónustu við neytendur.

Á Íslandi eru einnig starfsstöðvar alþjóðlegra flugfélaga og álframleiðenda. Meira dettur mér samt ekki í hug. 

Hvar eru alþjóðlegu bankarnir, olíufélögin, landbúnaðarframleiðendurnir, skipafélögin og áfengisframleiðendurnir og útgerðirnar svo fátt eitt sé nefnt?

Ef Bauhaus og Costco sjá markað á Íslandi þá hlýtur nú að vera eftir einhverju að slægjast, og ekki hægt að tala um "of lítinn" markað fyrir alþjóðlega risa. 

Ég er með kenningu: Fyrirtæki í allskonar konar rekstri komast ekki inn á hinn íslenska markað því hann er of dýr, of flókinn, of hátt skattlagður eða of fjandsamlegur fyrir útlendinga. Auðvitað eru ákveðnir hlutir sem Íslendingar eru að jafnaði góðir í á alþjóðamælikvarða, t.d. í að reka útgerð, en margt má örugglega skrifa á kerfi sem umbunar óhagkvæmni, t.d. af því eitthvað þarf að vera alveg rosalega íslenskt, og þar með dýrt, eða rosalega skattlagt, og þar með dýrt, eða rosalega regluvætt, og þar með dýrt. 

Íslenskir neytendur, sem að jafnaði eru íslenskir skattgreiðendur, mættu hugleiða þetta. 


mbl.is Costco opnar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband