Mánudagur, 19. janúar 2015
Loksins! Heiðarlegur stjórnmálamaður!
Ef rétt er að Björgvin G. Sigurðsson hafi notað peninga útsvarsgreiðenda í Ásahreppi til að borga beint og milliliðalaust undir eigin neyslu þá held ég að ég leyfi mér að kalla hann heiðarlegan stjórnmálamann (og fer þar með í sama flokk og Árni Johnsen).
Heiðarlegur, af því að orð og aðgerðir fara saman: Stjórnmálamenn lofa meira og minna allir að hafa fé af skattgreiðendum og eyða í það sem þeir, sem stjórnmálamenn, vilja eyða í.
Flestir stjórnmálamenn eru ekki nægilega heiðarlegir því þeir gera eitthvað annað en þeir segja. Þeir segjast vera eyða fé í "almannaþágu" og þess háttar, en þeir eru í raun að eyða til að borga eigin frama upp metorðastiga hins opinbera.
Ég ætla að klappa fyrir BGS ef á hann sannast bein og milliliðalaus eyðsla hans á fé skattgreiðenda til beinna persónulegra nota. Menn eins og hann eru sjaldgæf eintök stjórnmálamanna - þeirra sem reyna ekki að fela þann ásetning sinn að vilja þrífast og dafna á fé annarra.
(Aukalegur ávinningur fyrir frjálshyggjumenn er svo að hérna afhjúpast stjórnmálamaðurinn fyrir almenningi réttilega sem afæta og eiginhagsmunaseggur, og það verður kannski til þess að almenningur fer að sýna vott af andspyrnu gegn yfirgangi hins opinbera.)
Húrra, BGS! Þú hefur gert meira gagn fyrir pólitíska hugsjón mína en 100 blaðagreinar!
Matarinnkaup og út að borða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki náði nú Samfylkingarmaðurinn að standa lengi undir þessum væntingum þínum þar sem hann stökk í var hinna ósnertanlegu þ.e. alkana. Hann stal semsagt ekki af því að hann væri heiðarlega óheiðarlegur pólitíkur (skv inntaki pistils) heldur vegna dómgreindarbrests sökum drykkju.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 14:33
He he góður pistill hjá þér. Og hann kann þetta vel. Farin í meðferð! " Ja sko ekki beint ég sem slíkur sem stal, var sko fullur og þar með veikur"
Svo hver vill sparka í liggjandi mann. Svo ekki sé nú talað um mann með sjúkdóm!
ólafur (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 16:00
Hann tók vissulega stökkið alla leið í öruggt skjól, skjólvegg meðferðarheimilis. Það sem hann gerði samt var í eðli sínu engu frábrugðið því sem Árni Johnsen gerði og uppskar hatur allra utan Suðurlandsfjórðungs fyrir vikið. Það verður örugglega búið að jarða þetta mál í fjölmiðlum strax á morgun. Þeir sem vilja kæra hann verða allt í einu orðnir sökudólgar.
Geir Ágústsson, 19.1.2015 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.