Fimmtudagur, 15. janúar 2015
Útkall vegna kannabislyktar?
Tíma lögreglunnar má sóa á óteljandi vegu og það má gera innan ramma laganna. Lögreglunni mætti raunar halda upptekinni við eitthvað allan sólarhringinn án þess að hún stöðvi einn einasta ofbeldisglæp eða komi í veg fyrir einn einasta þjófnað.
Lögin banna nefnilega svo mikið að það er engin leið að koma í veg fyrir öll lögbrot sama hvað lögreglan hefur marga lögregluþjóna á vakt.
Lögreglan gæti auðvitað reynt að stilla sig af og láta t.d. símhringingar vegna lyktar af ýmsu tagi eiga sig. Hún gæti líka ákveðið að líta framhjá sumu sem samkvæmt bókstafi laganna er lögbrot en skaðar í raun engan nema e.t.v. andlega heilsu siðapostulanna. Hérna er ljómandi innblástur í því samhengi.
Nú ætla ég auðvitað ekki að fara hvetja neinn til borgaralegrar óhlýðni, enda væri það sennilega lögbrot og ég ætti yfir höfði mér heimsókn frá lögreglu og handtöku. Ég vil hins vegar biðla til lögreglunnar um að reyna einbeita sér að því sem máli skiptir, og helst engu öðru.
Kannabislykt og drykkjulæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.