Þriðjudagur, 13. janúar 2015
Sekur uns sakleysi er sannað; Íslendingum er drullusama um málfrelsið
Eftir árásirnar og morðin í París á blaðamönnum sem hafa þorað að tjá sig á skoplegan hátt um íslam og múslíma hefur mikil móðursýki gripið allskonar fólk af allskonar ástæðum.
Það er nú eins og það er. Sumir vilja beina aukinni athygli að múslímum, en aðrir að vopnaeigendum og enn aðrir að þeim sem leyfa sér tjá sig óvarlega.
Íslendingar hafa ekki haft áhuga á mál- og tjáningarfrelsi í langan tíma. Fyrirtæki mega varla nota lýsingarorð í efstastigi, þeir sem selja tóbak mega ekki segja frá því, lyf má ekki auglýsa, tannlæknar mega ekki auglýsa verðskrár sínar, ekki má tjá sig of óvarlega um trúarbrögð, og blaðamenn eru oft dregnir fyrir dómstóla fyrir skrif sín. Málfrelsi á Íslandi er í raun takmarkað við það sem er talið til réttra, viðtekinna skoðana.
Miðað við t.d. Danmörku mætti e.t.v. segja að málfrelsi á Íslandi sé mjög takmarkað. Í Danmörku má auglýsa lyf (a.m.k. margar tegundir þeirra) og áfengi (nánast hvar og hvenær sem er), segja frá sér og fyrirtæki sínu í efstastigi og skrifa stórum stöfum á skilti að tóbak sé til sölu innandyra. Og fáir Danir setja út á myndir Jótlandspóstsins. Þær voru bara spaug, og spaug um hvað sem er er í góðu lagi.
Nú er mér í sjálfu sér alveg sama að hverjum hver vill beina kastljósinu í kjölfar atburðanna í París. Sumir stjórnmálamenn munu reyna veiða atkvæði út á móðursýki, og aðrir út á þá sem reyna að veiða atkvæði út á móðursýkina.
Það sem ég vil hins vegar benda á að allt tal á Íslandi um mikilvægi mál- og tjáningarfrelsisins er hræsni á mjög háu stigi. Íslendingar kæra sig voðalega lítið um mál- og tjáningarfrelsið.
Og hitt, að það að álíta fólk sekt uns sakleysi er sannað er mjög dæmigert viðhorf á Íslandi. Eða eru bankamenn hrunsins ekki enn að kljást við innistæðulausar ákærur? Eru menn sem eiga fé á Íslandi ekki allir með eitthvað misjafnt í pokahorninu? Eru stjórnmálamenn ekki spilltir uns sekt er afsönnuð? Eru allir sem skara framúr ekki á sterum eða hljóta sérmeðferð? Íslendingar hafa það sem dæmigert viðhorf að dæma allt og alla í kringum sig sekt um eitthvað. Að það sé núna tilfellið um múslíma er hluti af reglunni, en ekki undantekning frá einni slíkri.
Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fullkomlega réttmæt hugleiðing hjá Ásmundi. Ertu ekki að sjá hvað er að gerast í heiminum í dag, og í Frakklandi? Jihad er rauði þráðurinn í Islam ásamt hatri á gyðingum og kristnum og öðrum sem ekki eru múslimar. Er ekki betra að rannsaka þetta fólk strax áður en eitthvað gerist?
Brynjar (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 12:08
Góðir punktar. Fordómar teljast seint til forréttinda. Þá hafa allir og yfirleitt meira en nóg af þeim.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 12:13
Salman Tamimi hefur varað við öfga múslimum. Er það í lagi?
http://www.visir.is/rottaek-ofl-sogd-a-bak-vid-menningarsetur-muslima/article/20102695762
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 12:17
SAPO í Svíþjóð segist hafa komið í veg fyrir tvær hryðuverkatilraunir í Svíþjóð. Þetta kemur fyrst fram núna eftir atburðinn í París.
Svíþjóð er Paradís múslima og sérstaklega hryðjuverkamanna, því þar eru engar kröfur eða spurt um nokkurn skapaðan hlut þegar þetta fólk kemur inn í landið, en samt á að fremja hryðjuver í landinu.
Er eitthvað að því að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann?
Valdimar Jóhannssonv (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 12:22
Nú er það svo að við höfum "ríkisvald" - apparat sem talar fyrir hönd allra á landinu, hvort sem allir á landinu séu sammála því eða ekki.
Þetta "ríkisvald" hleypir þeim inn í landið sem það vill, og hendir þeim út sem það vill. Það styður þau stríð sem það vill fyrir hönd Íslendinga, eða lýsir sig hlutlaust.
Þetta "ríkisvald" hefur vald til að fylgjast með hverjum sem er, í gegnum síma, í gegnum myndavélar og í gegnum njósnir.
Ef þetta "ríkisvald" telur að hætta stafi af einhverjum trúarhópi þá er því vitaskuld í lófa lagt að rannsaka málið. Annað eins stendur ríkisvaldið nú í. Það rannsakar meira að segja fólk og fyrirtæki sem gæti aldrei gert neinum mein undir neinum kringumstæðum nema e.t.v. selja vörur og þjónustu.
Það væri synd að sjá skattfé Íslendinga sturtað í rannsóknir á saklausu fólki. En það væri synd að sjá lítinn hóp einstaklinga fá frið og ró til að undirbúa árásir á saklaust fólk.
Valdimar, ég las grein þína í Þjóðmálum um daginn og fannst hún mjög athyglisverð, og þá alveg sérstaklega hvernig þú rekur útbreiðslustefnu múslíma: Að planta sér í samfélag í litlum hópum, koma vel fyrir, ná útbreiðslu og þegar tíminn er réttur lýsa yfir stríði á hendur öllum öðrum trúarbrögðum og bola þeim út með valdi. Þannig náðu múslímar að útrýma fjölbreyttu trúarlífi á Saudi-Arabíuskaganum, meðal annars. En þarf að elta uppi alla múslíma og dæma sem seka til að sporna við slíku? Er engin leið að segja: Hey, vertu bara múslími, en virtu að það vil ég ekki vera. Eða hvað?
Geir Ágústsson, 13.1.2015 kl. 12:35
Ég er svolítið klofinn á geði hér og viðurkenni það. Á að sýna þeim umburðarlyndi sem vilja drepa þá umburðarlyndu (en ótrúuðu)? Á að moka fé og mannafla í að rannsaka saklaust fólk í von um að rekast á eitt fúlegg? Á danska ríkisvaldið að fá að fylgjast með mér af því ég held því fram að ríkisvald sé óréttmæt stofnun sem byggist á valdboði?
Geir Ágústsson, 13.1.2015 kl. 12:39
Geir Ágústsson- Ég vil leiðrétta þig aðeins og benda þér á að ég er ekki sá Valdimar sem þú vitnar í. Hitt er annað mál, að ég er sammála öllum skrifum hans um islam og ekkert undanþegið.
Það var ekki fyrr en ég flutti á erlenda grund fyrir 25 árum, að ég fór að fylgjast með múslimum og islam, enda fyrirbryggðið nánast óþekkt á Íslandi þá og vanþekkingin mikil og er því miður enn.
Eitt fúlegg dugar til að eyðileggja alla uppskriftina og skiptir þá ekki máli hversu stór uppskriftin er, eða?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 19:13
http://www.exponerat.net/muslim-uppfostrar-sma-barn-med-prygel-i-moske/
Hér er vidio frá mosku í Svíþjóð.
Svona fer uppeldið fram, en að sjálfsögðu aldrei hjá múslimum á Íslandi, því þeir eru allt önnur manngerð.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 21:31
Það er eitt sem mér finnst athyglisvert: Hvernig sannfæra harðkjarna múslímar aðra um að taka upp þeirra ströngu trúarbrögð með þessum mikla ósveigjanleika?
Ég held að svarið sé það sama og hjá öðrum hópi sem tókst einnig vel upp á sínum tíma að sannfæra aðra um sínar kenningar: Kommúnistar.
Og ég held að svarið sé: Ástríðan fyrir málstaðnum, sem sker þvert á öll tilfinningarök og aðra veika mótstöðu.
Kommúnistar og múslímar halda því af ákafa fram að þeir hafi eitthvað gott á boðstólunum - hinn eina sanna sannleik, eða hina einu sönnu uppskrift að himnaríki á jörð (og himni).
Mótbárum er fljótlega svarað með áköfum ræðuhöldum, haldin af mikilli innlifun og einlægri trú.
Frjálshyggjumenn (og frjálslyndir almennt) mættu taka þetta fyrir fyrirmyndar þótt þeir séu á öndverðum meiði hugsjónalega.
Geir Ágústsson, 15.1.2015 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.