Hin íslenska örorkustétt

Hlut­fall fólks á Íslandi sem horfið hef­ur af vinnu­markaði vegna þess að það er metið sem ör­yrkj­ar er á meðal þess hæsta sem þekk­ist en níu pró­sent þjóðar­inn­ar eru í dag ör­orkuþegar. Hlut­fallið hef­ur farið hratt vax­andi á liðnum árum en á ár­inu 1986 voru um 3,5 pró­sent þjóðar­inn­ar ör­orkuþegar.

Jahá!

Ætli þetta hafi haft einhver áhrif á vægi atkvæða milli hinna ýmsu stjórnmálaflokka? Nú eða stefnu atkvæðaleitandi stjórnmálaflokka? 

Mér finnst þetta vera sláandi tölur.

Og það sem verra er: Þessi þróun er enn á blússandi siglingu. Nú á til dæmis að skera niður eitthvað hámarkstímabil á atvinnuleysisbótum. Mun það leiða til fjölgunar öryrkja? Það kemur í ljós. 

Þetta hlýtur að bitna mest á þeim sem í raun og veru eru öryrkjar eða óvinnufærir. Ekki er hægt að fjármagna endalausa fjölgun öryrkja og þá þarf að skera niður upphæðina til hvers og eins þeirra. 

Sá sem hélt því fyrstur fram að ríkisrekið velferðarkerfi væri góð hugmynd var örugglega bara að segja eitthvað til að réttlæta stækkandi ríkisvald. 


mbl.is Vinnumarkaðurinn skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta hlýtur að bitna mest á þeim sem í raun og veru eru öryrkjar eða óvinnufærir. Ekki er hægt að fjármagna endalausa fjölgun öryrkja og þá þarf að skera niður upphæðina til hvers og eins þeirra."

Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því af hverju mér finnst velferðarstefna samfylkingarinar (og BF líka) vera svo heimskuleg. Þeir vilja afnema tekjutengingar í velferðarkerfinu. Það myndi bara þýða að hver og einn myndi fá lærri upphæðir, sem að þeir verst settu myndu svo tapa á mest.

Annars leyfi ég mér að efast um það að þetta samfylkingarfólk viti það ekki eða sé eitthvað annað heldur en sama. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að kratisminn sé aðallega í uppáhaldi hjá gráðugu millistéttarfólki frekar heldur en hjá láglánafólki.Væri það ekki jú eftir allt saman millistéttin sem að myndi græða á kostnað láglaunafólks ef að tekjutengingar yrðu fjarlægðar?

Málefnin (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 18:58

2 identicon

Stjórnmálaflokkar ákveða ekki hverjir eru öryrkjar. Það er læknisfræðilegt mat sérfræðinga sem ákveður það.

Stjórnmálamenn ákveða hins vegar hve háar örorkubætur TRyggingarstofnunar eiga að vera. Hugsanlega hefur upphæð bóta áhrif á fjölda öryrkja. En ef bætur lækka mun það einnig bitna á "raunverulegum öryrkjum".

Lífeyrissjóðirnir greiða örorkubætur til þeirra sem eru á vinnumarkaði þegar þeir verða öryrkjar og hafa verið í vinnu tilskilinn lágmarksfjölda ára.

Þeir sem þurfa alfarið að reiða sig á örorkubætur frá Tryggingarstofnun eru almennt ekki taldir vera öfundsverðir af hlutskipti sínu.

Þeir eru taldir rétt geta skrimt eða varla það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 21:08

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"Stjórnmálaflokkar ákveða ekki hverjir eru öryrkjar. Það er læknisfræðilegt mat sérfræðinga sem ákveður það."

Það er nú eins og það er. Mér sýnist nú flestir geta "feikað" sig upp í 15 stig skv. örorkumatsstaðli (http://www.tr.is/oryrkjar/ororkumatsstadall/). Maður þarf t.d. bara að halda eftirfarandi fram við lækninn sinn (stigin leggjast saman á andlegu hæfninni):

Getur ekki einbeitt sér að því að lesa tímaritsgrein eða hlusta á útvarpsþátt: 1 stig

Þarf hvatningu til að fara á fætur og klæða sig: 2 stig

Forðast hversdagsleg verkefni á þeim forsendum að þau muni valda of mikilli þreytu eða álagi: 1 stig

Finnst oft að svo margt þurfi að gera að það leiðir til uppgjafar vegna þreytu, sinnuleysis eða áhugaleysis: 1 stig

Hugaræsing vegna hversdagslegra atburða leiðir til óviðeigandi/truflandi hegðunar: 2 stig

Kýs einveru sex tíma á dag eða lengur: 1 stig

 Þarf stöðuga örvun til að halda einbeitingu: 1 stig

Drekkur áfengi fyrir hádegi: 2 stig

11 stig og 75% örorka, takk fyrir!

Geir Ágústsson, 7.1.2015 kl. 06:35

4 identicon

Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk svindli á kerfinu? Það er betra að einhverjir fái bætur, þó að þeir þurfi þær ekki, frekar en að þeir sem þurfa þær fái þær ekki.

Annars eru örorkubætur Tryggingarstofnunar svo lágar að það er hæpið að þeir sem þurfa þær ekki sækist eftir þeim því að þær skerðast vegna annarra tekna. Örorkubætur eru því fátækragildra.

Hækkun lægstu launa mundi örugglega fækka bótaþegum sem eru færir um að vera í vinnu. Ef fjöldi örorkuþega er meiri hér en í samanburðarlöndum gætu lág laun verið skýringin.

Annars býst ég við að undanskot undan skatti, meðal annars í skattaskjólum erlendis, séu margfalt hærri upphæð en örorkubætur til þeirra sem þurfa ekki á þeim að halda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 10:05

5 identicon

Enginn velur sér að verða öryrki, það er einfaldlega ekki hægt. Og þó það væri hægt þá væri það heimskulegt. Öryrkjar eru réttlausir "aumingjar" en atvinnulausir hafa sömu réttindi og vinnandi fólk. Þetta þekki ég af eigin reynslu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband