Öll skattheimta er slæm skattheimta

Þá seg­ir að vöru­gjöld hafi öll ein­kenni slæmr­ar skatt­heimtu; þau mis­muni vör­um, séu ógagn­sæ og óskil­virk og raski sam­keppn­is­stöðu gagn­vart er­lendri sam­keppni auk þess að vera kostnaðar­söm í fram­kvæmd.

Þetta er sagt um vörugjöldin. 

Ég segi: Þetta gildir um alla skattheimtu.

Ég viðurkenni um leið að vörugjöldin eru, eða voru, ein furðulegasta skattlagning skattkerfisins. Hún er, eða var, vægast sagt handahófskennd og ógegnsæ. Það gerir samt ekki vörugjöldin verri en aðra skattheimtu í eðli sínu, þótt stigsmunur í flækjustigi sé, eða hafi verið, til staðar.

Öll skattheimta er flutningur á verðmætum frá þeim sem afla þeirra og til annarra sem vilja eyða þeim.

Skattur er peningur sem ríkisvaldað sogar í miðlæga hirslu sína og deilir svo út eftir hagsmunamati stjórnmálamanna hverju sinni.

Þessi misserin telja stjórnmálamenn hagsmunum sínum vera best borgið með því að auka framlög til RÚV og eyða allri aukningu á skattheimtu jafnóðum. Fráfarandi ríkisstjórn lagði áherslu á að þenja út stjórnsýsluna og dæla fé í gæluverkefni forsætisráðherra. Hvað tekur við á næsta kjörtímabili?

Hvað skattheimtan er kölluð er þannig séð aukaatriði. Á meðan ríkisvaldið sogar um helming verðmætanna í samfélaginu til sín er aðalatriðið, en ekki hvort það er gert í gegnum hækkun á vöruverði eða lækkun á útborgun launa. 

Öll skattheimta sem er minnkuð eða lögð af er skref í rétta átt. Öll skattheimta sem eykst eða er bætt við skattheimtuflóruna er skref í ranga átt. 


mbl.is Stærsti sigur íslenskrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband