Fjárfestir passar fjárfestingar sínar

Richard Branson, fjárfestir, talar nú fyrir aðgerðum sem auka arðsemi fjárfestinga hans. Gott hjá honum. Hið sama gera aðrir fjárfestar þótt þeir fái fæstir áheyrn fjölmiðlamanna.

Þar sem olía hefur verið aðgengileg og á hagstæðum kjörum þar hafa lífskjör fólks náð að batna. Er það tilviljun?

Þar sem olía hefur verið óaðgengileg hefur fólk sótt orku sína í skítug kol eða skóga sína. Er það gott mál?

Ríka fólkið á Vesturlöndum hefur ákveðið að fórna hluta lífskjara sinna til að friða samvisku sem er slæm af því áróður hefur verið gleyptur. Þeir um það.

Lækkun olíuverðs hefur margar ástæður. Ein gæti t.d. verið sú að Bandaríkin og bandamenn þeirra í OPEC séu að reyna knésetja Rússa með auknu framboði. Önnur er kannski sú að framboð er einfaldlega meira en eftirspurn því jarðskorpan er troðfull af olíu sem tæknin er að leysa úr læðingi.

Gangi þér vel, Branson, að tala upp verðmæti fjárfestinga þinna.


mbl.is Ódýr olía skaði hreina orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband