Alveg hræðilegt, eða það besta í stöðunni?

Adrian Staszczuk, 28 ára gamall Pólverji, sem býr í iðnaðarhúsnæði við Nýbýlaveg 4 segist borga 65 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergið sem hann býr í. Húsnæðið sem slökkviliðið ætlaði að rýma í gær er gamalt skrifstofuhúsnæði með sameiginlegu eldhúsi, salernis- og baðaðstöðu.

Þetta hljómar ekki eins og spennandi húsnæði. Verðið er hátt og húsnæðið eflaust ekki upp á marga fiska.

Ég leyfi mér hins vegar að ganga út frá að þetta sé það besta í stöðunni fyrir íbúana. Eða af hverju að taka öðrum kosti en þeim besta í stöðunni?

Kannski er þetta fólk sem hlýtur hvergi annars staðar náð fyrir augum útleigjenda. Ekki er hægt að búa á hóteli endalaust. Er hinn kosturinn kannski að troða sér í litla íbúð með 20 öðrum einstaklingum, eða hreinlega að flytja á götuna?

Sjálfur hef ég búið í allskonar húsnæði í gegnum árin. Í eitt skipti leigði ég herbergi í stórri og niðurníddri íbúð í miðbæ Kaupmannahafnar, sem angaði af mygluðum mat og fúinni málningu, og varla með vísi af leigusamning í höndunum. Það var skemmtilegur tími fyrir ungan mann sem mat það meira að búa nálægt miðbænum en í einhverju notalegra fjarri miðbænum.

En auðvitað þarf að fylgja lögum og reglum. Ég vona bara að lögin og reglurnar leiði ekki til þess að hundruð einstaklinga þurfi að flytja í pappakassa úti á götu.

Ég vil að lokum benda á texta sem ver hinn illa leigusala fyrir bæði gagnrýni og ofsóknum - kafla VI-20 í bókinni Defending the Undefandable, sem er gjaldfrjálst aðgengileg hér. Svolítil tilvitnun:

But what of the claim that the slumlord overcharges for his decrepit housing? This is erroneous. Everyone tries to obtain the highest price possible for what he produces, and to pay the lowest price possible for what he buys. Landlords operate this way, as do workers, minority group members, socialists, babysitters, and communal farmers. Even widows and pensioners who save their money for an emergency try to get the highest interest rates possible for their savings.

Ekki satt?


mbl.is 65 þúsund kr. fyrir herbergið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skáletraða orðið í tilvitnunni er rangt. Það er ómögulegt og beinlínis rangt að alhæfa svona. Svo er notuð talsvert þröng skilgreining á price. Ekki allir sem verðmeta eigur eingöngu í peningum. Leigusali sem reynir að fá hæsta verðið (og borga sem minnst þ.e. sinna sem minnstu viðhaldi) eingöngu út frá peningalegu sjónarmiði er áfram illur og afstaða hans óverjanleg.

Þessi tilvitnun er einfeldningsleg.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 10:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Lof mér þá að bæta við hana nokkrum orðum (enda erfitt að koma hagfræðinni eins og hún leggur sig inn í eina tilvitnun):

Sá sem starfar í samkeppnisumhverfi á frjálsum markaði þarf að skila hagnaði. Það gerir hann með því að fá inn meira í tekjur en hann reiðir af hendi í útgjöld.

Séu fáir á markaði sem mikil eftirspurn er á munu þeir sem starfa á markaðinum geta hækkað verð og gjarnan hagnað. Þetta laðar fleiri að markaðinum, samkeppni eykst, verð lækkar, hagnaður dregst saman og fer að líkjast hagnaði í öðrum geirum.

Sé samkeppni til staðar er ekki hægt að komast upp með hvað sem er (ólíkt t.d. umhverfi ríkiseinokunar). Sá sem sinnir viðhaldi illa fyrir mikið fé tapar í samkeppni við þann sem rukkar jafnmikið en sinnir betra viðhaldi.

Nú er það ekki svo að 65 þúsund kr. fyrir herbergi í iðnaðarhúsnæði sé "of hátt verð". Það er á milli leigjenda og útleigjenda að ná samkomulagi um, en ekki allra annarra með skoðanir á allskonar.

Verðið er nákvæmlega það sem það þarf að vera til að manna herbergið á núverandi leigu- og fasteignamarkaði í Reykjavík og nágrenni. Það kostar útleigjandann eflaust eitthvað að taka að sér "óæskilega" leigjendur sem enginn annar lítur við (t.d. dópista sem skemma og krota á veggina). Útlendingar að reyna ná fótfestu í landinu eiga kannski ekki í nein önnur hús að venda þótt þeir séu reglusamir, duglegir og í námi/vinnu.

Og þegar tilvitnunin talar um "everyone" þá er það í viðskiptalegu samhengi. Þú vilt e.t.v. borga meira fyrir lífrænt ræktaðar kaffibaunir en aðrar, en þótt þú sért þar með ekki að kaupa ódýrustu kaffibaunirnar sem finnast þá viltu kaupa þær lífrækt ræktuðu eins ódýrt og þér standa til boða. Og svo eru það þeir sem gefa til góðgerðarmála: Þeir vilja sjá fé sitt nýtast sem best - fá sem mestu góðmennsku fyrir framlag sitt. Og svona má áfram telja. 

Geir Ágústsson, 10.12.2014 kl. 11:30

3 identicon

Hagfræði er takmörkuð fræðigrein. Að útskýra fyrir mér Hagfræði 101 styður málflutninginn ekki nema að mjög takmörkuðu leiti. Fjallar bara um krónur og aura. Leigusali sem ofrukkar fyrir óíbúðahæft húsnæði er áfram illur. Hagfræðipælingar breyta engu um það.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 11:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef viðkomandi leigusali er að græða svona mikið þá mun eftirfarandi gerast (og þú getur skrifað þá vitneskju á hagfræði, sálfræði eða almennt innsæi eða hvað sem þú vilt):

- Aðrir sjá að hérna er hægt að græða meira en í öðrum rekstri.

- Aðrir byrja að innrétta svipað húsnæði og leigja út (eða betra, til að laða að kúnna, eða síðra, og bjóða lægra verð).

- Fleiri berjast nú á sama markaði og sú samkeppni þvingað verð nær kostnaði, og hagnaður dregst saman.

- Þetta heldur áfram þar til hagnaður hér er orðinn svipaður og í öðrum rekstir, og nýir aðilar hætta að streyma inn á markaðinn. Hann hefur náð jafnvægi.

En svo er nú ekkert víst að leigusalinn sé að græða svo mikið af ástæðum sem ég taldi upp að ofan og þú kýst að taka ekki tillit til.

Geir Ágústsson, 10.12.2014 kl. 12:34

5 identicon

Ég fullyrti ekkert um hvort leigusalinn væri að græða mikið eða ekki enda veit ég ekkert um það.

Eina sem ég sagði var að hann er illur leigusali vegna þess hann ofrukkar fyrir óíbúðarhæft húsnæði. Hagfræðipælingar afsaka það ekki neitt.

Þar fyrir utan þá er ekkert nýtt fyrirbæri að ofrukka fyrir óíbúðarhæft húsnæði svo fullyrðingin þín "þá mun eftirfarandi gerast" hljómar innantóm. Ég skrifa það á hagfræði því sálfræði kemur þessu lítið við og almennt innsæi mundi taka sögulega reynslu með í reikninginn.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 12:59

6 identicon

Þetta væri málið: micro apartments

Því miður að þá vilja heimskir stjórmmálamenn hugsa fyrir okkur með því að banna svona (veit allavega ekki til þess að þetta sé leyft hér). Þeit vita það nefnilega betur heldur en við hvernig best er að búa...

Málefnin (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 14:38

7 identicon

Það átti að fylgja linkur með síðasta innleggi en það birtist ekki af einhverjari ástæðu. Þetta getur googlað þetta ef að þú kærir þig um.

Málefnin (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband