Braskað með fé annarra

Að skylda fullorðið fólk til að spara er forræðishyggja. Hún dregur úr ábyrgðartilfinningu fólks og leyfir því að halda að engin ástæða sé til að spá í afkomu sína á efri árum. Nú fyrir utan þá staðreynd að fólk sem borgar í sjóð eða sjóði alla ævi fær líklega ekki meira úr þeim í vasann en sem nemur ellilífeyri ríkisins. 

Að veita viðtakendum þessa sparnaðar forráð yfir fé annarra er glapræði.

Að sömu viðtakendur noti sparifé annarra til að kaupa hlutabréf og að öðru leyti braska með fé annarra er á mörkum þess að vera heimskulegt.

Lífeyrissjóðir eiga að sýna auðmýkt og gera það sem þeir geta til að varðveita fé annarra úr því kerfið er eins og það er. Þeir eiga að kaupa verðmæti sem má ætla að haldi verðmæti sínum um alla framtíða. Góðmálmar eru hér upplagt dæmi. Hlutabréf í flugfélagi - ekki. 

Nú vill svo til að Icelandair skilar hagnaði og þrífst ágætlega á markaðinum. Það getur breyst á morgun. Það getur breyst ef eldgos á sér stað undir jökli og verður að gjóskugosi. Það getur breyst ef einhver vitleysingur gerir tilraun til að raska flugi á einhvern hátt. Þá geta milljarðar af skyldusparnaði landsmanna gufað upp.

Ég hef í mörg ár reynt að sannfæra atvinnurekanda minn um að borga mér bara í laun það sem hann leggur inn í bundinn sparnað hjá lífeyrissjóði. Það er því miður hægara sagt en gert. Ég ætla samt að halda áfram að reyna. Þó er ég betur staddir en margir að því leyti að ég er útlendur ríkisborgara í Danmörku og get hvenær sem er flutt úr landi og tekið lífeyrinn minn með, gegn nokkura tuga prósent skattlagningu. Ef bara allir væru svo heppnir! 


mbl.is Lífeyrissjóðir eiga mest í Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Góðmálmar eru ekkert betri fjárfesting en annað. Nema gull, en þar fer verðið lækkandi. Járnnáman í Suður í Grænlandi var lokað í vikunni. Hún náði sér aldrei á strik og var gyllt fyrir fjárfestum í London í mörg ár. Járnfjöll og úran í Grænlandi eru ekki verðmæti fyrr en eftir þrotlausa vinnu og erfiði. 

Lífeyrissjóðir eru ekki vænlegri til fjárfestinga en hlutafélög. Framlög til þeirra er þvingaður sparnaður og til þess gerður að villa um fyrir launþegum. Með framlögum til þeirra er annar sparnaður settur skör lægra. Forsjárhyggja.

Sama og með íbúðarlánin sem alltaf jukust og urðu að lokum ofvaxin launþegum og ríkinu sem tapaði líka framlögum sínum.

Sigurður Antonsson, 28.11.2014 kl. 21:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gull er athyglisvert fyrirbæri.

Það er dýrt og erfitt að ná því úr jörðinni. Hlutfallsleg aukning á gulli í umferð er því alltaf frekar lítil, mæld í örfáum prósentum á ári. Það er einmitt einn af kostum málmsins.

Gull er auðþekkjanlegt. Því má deila upp í smáar einingar án þess að rýra það það á nokkurn hátt. Það hrörnar ekki með aldri. Það má móta í hentugar einingar að vild.

Kaupmáttur þess er sennilega með því stöðugasta sem fyrirfinnst, og miklu, miklu, miklu stöðugri en nokkur pappírspeningur. Hér er dæmi:

http://www.wiltontech.com/purchasing-power-of-gold---100-year-chart

Ég vil nú ekki benda neinum á að setja allt sitt í gull, en til langtíma er gull peningur. Ein únsa af því dugði til að kaupa sæmileg skraddarasaumið jakkaföt fyrir einni öld síðan. Það á enn við í dag. 

Geir Ágústsson, 2.12.2014 kl. 10:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En það hefur auðvitað ókosti fyrir stjórnmálamenn. Ég sé það líka alveg.

Geir Ágústsson, 2.12.2014 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband