Handahófskenndar tölur

Opinberar "mælingar" á verðbólgu eru í besta falli örlítil vísbending um breytingar á kaupmætti gjaldmiðils. Þetta gildir um allan heim.

Í versta falli eru þessar verðbólgutölur handahófskenndar - mælingar á flökti eða suði.

Það sem vantar á einhvern íslenskan fjölmiðil er að segja reglulega frá breytingum í magni peninga í umferð og birta reglulega hreyfingar á þessu magni. Þetta virðast vera frekar óaðgengileg gögn en þá er þeim mun meiri ástæða til að halda þeim til haga. Seðlabankinn er jú einokunaraðili með mikil völd sem hann vill varðveita eins vel og hann getur. Viðspyrnu þarf til svo hann eyðileggi ekki allt hagkerfi Íslands hraðar en stefnir í núna.


mbl.is Verðbólgan komin niður í 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagtölur SÍ: Bankakerfi - Peningamagn

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 10:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir þetta!

"Verðbólguskotið" eða "forsendubresturinn" í kringum 2007-2008 er sæmilega sýnilegur. Hvernig fer samt svona stöðugt peningamagn að því að þenja út hlutabréfa- og fasteignabólur án þess að töluvert verðhjöðnun sé að eiga sér stað annars staðar? Sama peningamagn verður að breyta um stefnu til að standa undir miklum verðhækkunum á einum stað, sem sagt dragast út úr einhverju öðru.

Það vantar eitthvað þarna. 

Geir Ágústsson, 26.11.2014 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það varð gríðarlegt verðfall á fjármunaeignum sem falla undir M3 í kjölfar fjármálahrunsins. Getur verið að þar sé einhverja skýringu að finna?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 14:18

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Verðbólga framundan.

Og ekki bætir að ríkisstjórn framsóknar og sjalla gerir bókstaflega allt til að kynda undir bólu.

Nákvæmlega sama stefna og olli hruninu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2014 kl. 14:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

 Það er margt að gerast. Svo mikið er víst. Fólk eyðir lausafé sínu í Rolex-úr og listaverk til að forðast skattheimtu á því (http://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/1499490/) og ekki er gert mikið til að sjúga loftið úr velferðarkerfinu sem leyfir öllum blint að kasta sér út í skuldafenið og veit að því verður bjargað ef og þegar allt fer til fjandans.

Og ekki ætla ég að neita því að mikið er gert til að kynda undir nýja bólu, en það hefur sosem verið raunin síðan árið 2009. Núverandi ríkisstjórn tók bara við keflinu. 

Geir Ágústsson, 26.11.2014 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband