Markaðslausnin: 'Third party'

Opinbert eftirlit veitir falskt öryggi, er yfirleitt frekar gagnslaust og óskilvirkt og kostar fyrirtæki og skattgreiðendur miklu meira en kostnaðurinn við sjálft eftirlitið er.

Eftirlit óháðra svokallaðra "þriðja aðila" (sá sem er hvorki veitandi né kaupandi) er samt oft talið nauðsynlegt. Markaðslausnin felst ekki í að biðja ríkisvaldið um að skattleggja sig og fá í staðinn heimsókn áhugalausra pappírspésa. Hún felst í að borga sérstökum fyrirtækjum til að fara í gegnum allt sitt og gefa út yfirlýsingu um hversu vel eða illa viðkomandi fyrirtæki stendur sig, t.d. í að uppfylla ákveðna staðla. 

Í þeim iðnaði sem ég starfa í er þetta talið sjálfsagt verklag. Enginn skortur eru á framboði á markaði óháðra eftirlitsaðila, og þeir keppa ekki bara í gæðum og verði heldur fyrst og fremst í orðspori - fyrir að vera sá eftirlitsaðili sem á skilvirkastan hátt tryggir að eftirfylgni við staðla sé til staðar. Nöfn í þessu samhengi eru t.d. Bureau Veritas, DNV og Lloyd´s Register

Þjónusta þessara fyrirtækja er ekki ódýr en hún er ekki dýrari en svo að eftirspurn eftir henni sé ekki til staðar. Hún er sem sagt rétt verðlögð. Engin leið er að komast að því hvort opinbert eftirlit sé of dýrt eða ódýrt. Það er bara þarna, með sína fjármuni, og framkvæmir það sem það sjálft telur nauðsynlegt.

Íslensk yfirvöld ættu að leggja niður allar eftirlitsstofnanir sínar. Þær eru engum til gagns nema stjórnsýslu hins opinbera.  


mbl.is Borga árlega en sjá lítið eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband