Fólk flýr krónuna

Innistæður landsmanna í bönkum fara lækkandi. Margar ástæður geta verið fyrir því. Ein, sem er sjaldan nefnd, er sú að fólk flýr hina íslensku krónu. Hvað sem lögin segja þá sitja margir Íslendingar á seðlabúntum af erlendum gjaldeyri. Aðrir hafa keypt sér listaverk og Rolex-úr til að geyma verðmætin sín í. Reiðufé eltir líka uppi fasteignir þessi misserin og kyndir undir verð á þeim.

Íslenska krónan er eins og kylfa sem yfirvöld nota til að berja almenning til hlýðni. Hana má nota til að lækka laun, styrkja útflutningsfyrirtæki, afla ríkisvaldinu peninga í gegnum verðbólgu (verðbólga er dulbúin skattlagning og eignaupptaka), hirða í gegnum beina skattlagningu á bæði vöxtum og verðbótum, veita embættismönnum mikil völd, réttlæta allskyns afskipti og eftirlit af öllu og öllum, og fleira mætti telja til.

Íslenska ríkisvaldið ætti að gera öllum greiða og hætta útgáfu peninga með öllu. Það þýðir: Leggja niður Seðlabanka Íslands og afnema öll lög um hvaða peninga fólk má og má ekki nota. Ríkisvaldið gæti svo gefið út leiðbeiningar um hvernig skattgreiðslur og skuldir til hins opinbera ættu að greiðast, en það ætti að vera auðvelt mál enda hafa yfirvöld um allan heim í gegnum alla mannkynssöguna tekið við skattgreiðslum í allskonar peningum án þess að það valdi sérstökum vandræðum.


mbl.is Minnkuðu um 332 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan er frekar að það er ekki skynsamlegt að leggja peninga í banka nú um mundir.  Vextirnir sem hafa verið í boði undanfarin misseri frá 0 - 3 % á meðan að verðbólgan hefur verið frá 1,5 -7%. Semsagt neikvæðir vestir.  Á sama tíma eru útlánsvextir frá 6-15%. Það er óskyljanlegt afhverju þessi ótrúlegi vaxtamunur hefur ekki verið meir í umræðunni.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 10:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég skal alveg taka undir þetta, en bendi um leið á að svipaða sögu má t.d. segja um danska banka. Hér eru vextir í kringum 0% og verðbólgan á bilinu 0-1%, sem sagt engin ávöxtun. Bankalán eru á margföldum vöxtum miðað við þetta. Samt spara Danir. Þeir eru ekki í kapphlaupi við að losna við reiðuféð sitt. Svo þessi útskýring dugir bara til að skýra hálfa söguna.

Geir Ágústsson, 7.11.2014 kl. 10:18

3 identicon

Það er mun skynsamlegra að greiða niður lán á háum vöxtum heldur en hafa peninga vaxtalausa á innistæðureikningum. Hugsa að talsvert af þessum innistæðum hafi farið í það.

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 11:06

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég skal játa að ég var í brasi með að botna þessa frétt þegar ég las hana í morgun.

Ég hefði haldið að innistæður gætu ekki horfið/minnkað að nafnvirði nema að þær séu notaðar til þess að greiða niður skuldir (eða fluttar úr landi sem á trúlega ekki við nema að littlu leyti vegna hafta). Að kaupa t.d. fasteignir minnkar ekki innistæður eftir því sem ég fæ best séð.  Það færir bara innistæðu frá höfuðbók 26 í einum banka yfir á höfuðbók 26 í einhverjum öðrum banka. Heildarmagn innistæða minnkar ekki við það.

Mér finnst skýring Þórhalls Kristjánssonar því vera líkleg.

Benedikt Helgason, 7.11.2014 kl. 11:30

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir sem geta á annað borð sparað á Íslandi eru vonandi að gera það í sem allra minnstum mæli með innlánum á bankabók. Og auðvitað hafa Íslendingar reynt að greiða skuldir. Tölur um slíkt frá t.d. sjávarútvegsfyrirtækjunum eru sláandi - hundruðir milljarða af lækkandi skuldum!

Íslenska krónan er eins og heit kartafla: Um leið og hún lendir í höndunum á einhverjum reynir viðkomandi að losa sig við hana, t.d. með því að dæla í höfuðstól lána sinna eða í haldbær verðmæti af einhverju öðru tagi. Skiljanlega. 

Geir Ágústsson, 7.11.2014 kl. 12:56

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Besta ávöxtun sérhvers skuldara er að greiða niður lánin og það frekar en að eiga innistæður á bankareikningi sem skila neikvæðri ávöxtun.  Auk þess vill fólk frekar geyma peningana sína annarsstaðar en í bönkum sem það ber ekki mikið traust til. Það kemur krónunni ekkert við

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.11.2014 kl. 14:29

7 Smámynd: Benedikt Helgason

@GEIR. Hvert fólk velur að beina peningum sínum fer væntanlega að mestu leyti eftir vaxtastiginu fremur en hvað gjaldmiðillinn heitir.  Vaxtamunur á Íslandi er mjög hár þessi árin sem er vegna þess að það var ein af forsendum endurreisnar bankana ef ég man rétt. 

Benedikt Helgason, 7.11.2014 kl. 14:33

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það vantar löghlýðni og siðmenntun í dómstólaheimana.

Ég hef ekki enn lesið bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, en ég er sammála honum í því að dómsstólar á Íslandi virka ekki samkvæmt siðferði, lögum og réttlæti.

Meðan höfuð Íslands, (dómsstólar), virka ekki fyrir samfélagið allt, þá virkar réttarkerfið ekki fyrir heildina og siðferðislegan tilgang laga og réttarkerfis.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2014 kl. 16:19

9 Smámynd: ThinkDozer

Þetta gerist þegar pappír sem er miðaður við annan pappír hrynur í trúverðuleika.

Þeir sem halda að einhver annar pappír sé betri lifa í einskonar borðspili, hvað þú færð á matarbórðið er nú undir pappírnum lagt en ekki hvað þú gerir eða framleiðir.

Það má segja að við séum í einvherskonar "Battle of the Papers" Risk game.

Mér finnst þetta sorglegt vegna að það vinnur einginn nema þeir sem stjórna pappírnum.

ThinkDozer, 7.11.2014 kl. 23:36

10 identicon

Geir thu talar um thetta eins og ad thad se ekkert mal ad henda kronunni, hvad kemur i stadinn? Ekki omerkari madur en Krugman hefur talad mali kronunnar og sagt hana hjalpa okkur. Their sem eru med evru eru allir i vandraedum, Spann, Italia, Grikkland og Portugal oll i vanda, eg se ekki hvad thu leggur til ad islendingar noti i stadinn.

gunnar (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 14:58

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gjaldmiðillinn einn og sér er aukaatriði; hvað fæst fyrir hverja einingu hans er aðalatriði.  Við getum kallað gjaldmiðilinn hverju því nafni sem verkast vill, en þurfum samt að sættast á verðgildi hans áður en nokkur viðskipti geta átt sér stað.

Króna, dollar, evra, matador - eða bara kúgildi...

Kolbrún Hilmars, 8.11.2014 kl. 17:20

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það skiptir auðvitað máli að á Íslandi hefur aldrei verið alvöru gjaldmiðill.  Ísl. krónan er ekki alvöru gjaldmiill líkt og Evra og fl.

Þegar gjaldmiðillinn er ekki alvöru gjaldmiðill og verðmætið er aðeins skilgreiningaratriði hverju sinni - til hvers þá að spara?

Sjáiði til, eg er nú kominn með það mörg ár, um 50, að eg man vel eftir hvernig þetta var svona uppúr 1970 og framyrfir 1980.  Það voru bara hálfvitar sem geymdu peninga einn dag í banka!  Og við erum að tala um einn dag.  Rýrnunin var svo hröð. 

Í þá daga fór fólk yfirleitt á ,,kontórinn" sem kallaðist og fékk útborguð laun með ávísun - og síðan hlupu bara allir á harðaspretti í banka, skiptu, og síðan reynt að eyða peningnum eins hratt og hægt var.

Heldur fólk að þegar svona ástand er viðvarandi til lengri tíma - að það hafi engin áhrif á menninguna?  Þ.e. hvernig litið er á peninga eða gjaldmiðil?  Jú, að sjálfsögðu.  Hefur aldrei myndast sparnaðarmenning hér.  Og það er vegna ísl. krónunnar.

Það er beinlínis líka fjandsamlegt viðhorf gagnvart sparnaði.   Slíkt viðhorf sést td. í hneykslun margra á því að fyrir hrun jukust bankainnstæður - en sá vöxtur skýrist reyndar að einhverju leiti af verðbólgu/verðtryggingu og einnig því að mikið var um sölu á ýmsu fyrir hrun og verð var hátt og má td. nefna Jarðir.  Sumir voru að selja Jarðir alveg ótrúlega hátt og eitthvað af því endaði á bankareikningum o.s.frv.

Að mínu mati hefur fólk sumt líka einkennilega afstöðu til þess hvað sparnaður er.  Sumir telja að það að kaupa hlutabréf sé sparnaður.  Ekki að mínu mati.  Hlutabréfakaup eru alltaf áhættufjárfesting.  Það er grunnatriði kapítalismans.  Einstaklingar eiga alltaf að fara mjög varlega í hlutabréfakaupum og alls ekki hætta fé. Kannski allt í lagi að gera eitthvað slíkt í hófi og þá dreifa kaupum mikið oþh.  

En fyrir hrun var eins og sumir, margir sennilega, litu á það sem sparnað að hætta fé í botnlausan vitleysisrekstur framsóknarmanna og sjalla.  Og sárafáir ef nokkur gerði eitthvað til að leiðrétta fólk eða vara það við. Útskýra hvað hlutabréfakaup væru. Eg held það sé nefnilega vanmetið hve margi misstu mikið við hrun svikamyllu framsjalla.  Það er líka eins og fólk skammist sín soldið fyrir það og vilji ekki tala um það eða afneiti því, reyni að gleyma etc.

Bankareikningar eru allt annars eðlis en hlutabréfaáhætta.  Þessvegna er lágmarksneytendavernd á þeim samkvæmt ESB lögum.  En framsóknarmenn hér og sjallar ásamt forsetaþjóðbelgingum verða sem naut í flagi ef þeir heyra á slík neytendaréttindi minnst og vilja ekki lögleiða slíkt hér uppi í landi óraunveruleikagjaldmiðils.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2014 kl. 18:49

13 identicon

sæll ómar

góð ábending, sjálfur vissi ég ekki hvernig þetta var í gamla daga en ekki virðist það hafa batnað. Skuldarar fengið mestu hjálpina og því glæfralegri sem skuldirnar því meiri hjálp! Þeir sem voru svo vitlausir að leggja fé til hliðar eða fóru varlega í fasteignakaup með verðtryggðum lánum fá enga hjálp eða afar litla í það minnsta. Ef þú varst svo vitlaus að spara alla þína ævi varstu refsaður með auðlegðarskatti og gengisfellingu eftir hrun. Þannig að það er erfitt líf fyrir sparifjáreigendur á íslandi

jón (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 19:14

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Alltaf auðvellt að benda á krónuna sem einhvern sökudólg, er heimskuleg afsökun þeirra sem kunna hvort eð er ekkert með fé að fara.

Sjálfur væri ég ánægður ef ég hefði hinsvegar einhverja fjármuni til að geyma í banka, óháð gjaldmiðli. Sjálfur hef ég eins og líklega þorri manna/kvenna hér á landi, ekki efni á að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut. Ástæðan er ekki sú að krónan sé ónýt, enda er hún ekki ónýt. Meginástæðan er lág laun og háir skattar og önnur gjöld. ég er að vinna fasta yfirvinnu umfram dagvinnutímann eins og margir hér á landi en það er rétt nóg fyrir mig og mína.

Það álit sem ég hef á fólki sem talar um að íslenska krónan sé ónýt er ekki prenthæft, enda er álit mitt á því pakki minna en ekki neitt og að sama skapi er það ekki sjálft nothæft til neins (svo maður segi eitthvað prenthæft um álit mitt á þessu landráðahyski).

Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2014 kl. 19:29

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta batnaði aðeins við verðtrygginguna.  Aðeins.  En á móti kom þessi bindiskilda sem nú er 3 ár hið minnsta, minnir mig.

Eg man alveg eftir þegar verðtrygging var sett á.  Það var m.a. til þess að fá fólk til að geyma pening í banka.  Ísland var orðið mjög sérkennilegt og eftir á í vestrænum skilningi varðandi bankastarfsemi.  Það fékkst enginn til að geyma peninga í banka.  En sparnaður almennings í banka er í raun grunnatriði fyrir banka!  Þetta skilja fáir hér uppi.  Nei nei, peningar verða bara til úr engu!  Segir fólkið.  O.s.frv.

Ef við horfum t.a.m. til Norðmanna, að þá er gott efnahagsástand þar ekki aðeins vegna ótrúlegar auðindahagsældar.  Það er ekki síst sparnaður almennings sem kemur til.  Norðmenn eru alltaf að spara.  Þeir spara og para.

Sparnaðarmenningin er svo innprentuð í þá, að meir að segja spara þeir olíupeningana!  Þeir leggja olíupeningana í sjóð!  Maður er ekki að sjá slíkt gerast hér á næstunni. 

Það má þakka fyrir ef eini sarnaður í landinu, lífeyrissparnaðurinn, vrður ekki lagður af á næstunni enda margir sem tala hann niður sífellt.

Aftur að verðtryggingunni þegar hún var sett á, að það íroníska er að framsóknarmenn höfðu forustu um að verðtrygging yrði sett á á sínum tíma, eða formaður þeirra Óli Jó.  Núna var eitt upplegg framsóknarmanna að afnema verðtryggingu! (sem þeir virðast nú ætla að svíkja að vísu enda langt í frá eins auðvelt og þeir fullyrtu.  Hefur nefnilega talsverðar afleiðingar og gæti gert vont miklu verra.)

Er soldið mikið svona pólitísk saga Ísland eftir Lýðveldisstofnun.  Það er ekkert plan.  Engin strategía.  Engin hugsun í þágu almannahagsmuna. Pg þetta hefur farið stórversnandi á síðari árum og hreinlega, verð eg að segja, ótrúlegt, ÓTRÚLEGT, að sjá framsóknarflokkinn sem fyrr á tíð var vissu leiti raunsæisflokkur, liggja núna marflatann í lýðskrumssvaðinu.  Það er ótrúlegt að sjá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2014 kl. 00:27

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég vil ekki henda krónunni af því hún í sjálfu sér er sökudólgur. Hún er bara pappírspeningur úr einokunarverksmiðju ríkisvalds, rétt eins og dollarinn, evran og pundið.

Ég vil henda krónunni því ég vil koma ríkisvaldinu úr framleiðslu peninga. Þetta var áhugaverð tilraun fyrir 100 árum en núna er nóg komið. Ríkisvaldið ætti að einbeita sér að rekstri sem hefur ekki svona mikil áhrif á daglegt líf okkar, t.d. Jafnréttisstofu. Þar má brenna mörgum tímum embættismanna án þess að grafa undan stoðum hagkerfisins.

En hvað kemur þá í stað krónunnar? Það gæti verið svo margt, t.d. aðeins traustari gjaldmiðlar, jafnvel margir í umferð á sama tíma í sömu peningakössum. Menn gætu fengið útborgað í evrum og eytt í búð sem flutti inn frá Nýja-Sjálandi í skiptum fyrir nýsjálenska dollara sem fengust í skiptum fyrir sölu á breskum pundum frá kaupendum fyrri innkaupa. Nú eða fólk gæti lagt fé sitt inn á banka sem skiptir peningunum jafnharðan í gull og silfur á markaðsverði og við notkun er gull og silfur selt fyrir hvaða gjaldmiðil sem menn ákveða að nota í næstu viðskiptum. Nú eða nota Bitcoin. Eða bara eitthvað allt annað. 

Geir Ágústsson, 10.11.2014 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband