Miðvikudagur, 5. nóvember 2014
Árabátnum stýrt í fellibyl
Að ætla sér að temja loftslag jarðar með takmörkunum á útblæstri er eins og að ætla sér að breyta um stefnu á árabát sem er staddur í fellibyl. Maðurinn ræður einfaldlega ekki við allt í kringum sig og getur í besta falli ákveðið að halda árabátnum á floti eða leyfa honum að hvolfa og drepa alla um borð.
Mjög margt hefur áhrif á loftslag jarðar. Útblástur mannanna er sennilega einn þáttur, en varla mikið meira en mjög lítill þáttur. Holuhraun á Austurlandi Íslands er annar. Ekki ráðum við því hvernig það hegðar sér. Jöklar, endurvarp sólarljóss frá ísbreiðum á jörðu, sveiflur í virkni sólar, sveiflur í straumum sjávar og margt annað mætti telja til. Þetta eru kraftar sem eru miklu, miklu öflugri en við fáum ráðið við.
Gangi þeim vel sem ætla sér að fínstilla loftslag jarðar með því að setja aðrar bílvélar í bílar ríku landanna eða vilja einfaldlega henda þeim á haugana. Greyið ég samt að verða fórnarlamb þessara tilrauna.
Loftslagsaðgerðir í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef lesið skrif eftir þig sem mér fannst vera ógeðsleg.
Refsarinn (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 21:58
Kæri Refsari,
Takk fyrir ábendinguna. Gætir þú verið aðeins nákvæmari samt?
Ég minni á að enginn þarf að heimsækja þessa síðu ef viðkomandi líkar ekki innihaldið. Ég er ekki fréttastofa ríkissjónvarps sem allir þurfa að borga undir hvort sem þeim líkar efnistök og málflutning betur eða verr.
Geir Ágústsson, 6.11.2014 kl. 07:25
Megi óvinir mínir brenna í vítislogum.
Refsarinn (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 14:31
Voðalega á fólk erfitt með að hugsa um langtímabreytingar, jafnvel þú. Það er augljóst að minnka losun mun ekki hafa áhrif á fáeinum árum. En þú gleymir því að það þarf að allavega 30 ár af stöðugri minnkun til að eitthvað fari að sjást vinur.
Hadder, 6.11.2014 kl. 16:51
Jamm, þessi blessaði árabátur notar ekki nema um 82 milljón tunnur af olíu á dag. Varla breytir það neinu í þessum svokallaða fellibyl, eða hvað?
Hörður Þórðarson, 6.11.2014 kl. 18:42
Látum okkur sjá:
- Meint losun með núverandi tækni verður ekki takmörkuð að ráði nema nánast kyrrsetja fólk. Vörubílar, strætisvagnar, flugvélar og lestar, að ógleymdum einkabílunum, þurfa að standa kyrrir.
- Meint losun með núverandi tækni verður ekki takmörkuð að ráði nema orkuframleiðsla á þessari plánetu verði takmörkuð mikið. Fátækt fólk hefur ekki efni á öðru en því sem næst upp úr jörðinni í kring. Rándýru lausnirnar henta bara fyrir lítil þróunarverkefni með stóra og ríka kúnna.
- Og þegar losunin hefur verið takmörkuð svo einhverju skiptir, hvað er þá eftir til að hlaða undir lífskjör fleiri og fleiri Jarðarbúa? Hundruð milljóna jarðarbúar fá enga orku í dag, og alls enga í náinni framtíð ef ódýrasta tæknin er gerð óaðgengileg.
- Og hverju vilja menn ná? Því að "hitastig Jarðar" hækki ekki meira en um svo og svo margar kommur? Hvað var að hitastiginu sem gerði Rómverjum kleift að rækta vín á Englandi, eða landnemum Grænlands að rækta þar grænmeti og halda úti sauðfjárrækt? Var það svo hræðilegt?
- Og hvernig væri loftslag Jarðar í dag ef mannkynið hefði horfið af yfirborði Jarðar fyrir 100 árum? Vissulega væri minna af einhverju í andrúmsloftinu, en rotnandi hræ dýranna sem þá væri á Jörðinni í stað mannsins gefa nú eitthvað af sér, eða hvað? Nú eða hægðir þeirra? Nema dýralífið hefði bara staðið í stað?
- Og drögum nú frá alla losun mannsins frá heildarlosun alls á Jörðinni: Hvað hefur það sem eftir er af losuninni (dýraúrgangur, eldfjöll, hverir og annað eins) mikil áhrif miðað við t.d. náttúrulegar sveiflur í jöklastærðum skautanna, virkni sólar og virkni geimgeisla á loftslag Jarðar? Er það markvert?
- Og þykjast menn hafa fundið upp líkan sem fangar loftslagsbreytingar á Jörðinni? Mér sýnist bara vera búið að sjóða saman nokkrar heitar fyrirsagnir um 2 gráður og gera þær að aðalefninu. Ef menn geta ekki búið til líkan sem spáir rétt fyrir um hlutabréfamarkaði þá efast ég um að menn séu mjög nálægt loftslagslíkani sem hægt er að marka.
- En jafnvel þótt svo væri þá sýnist mér menn ekki hafa spáð fyrir um eitt né neitt með markverðum hætti. Mér hefur sýnst þessar hræðsluspár vera svipaðar í 10 ár. Árið 2000 átti allt að vera farið til fjandans árið 2010, og núna er það 2020, eða hvað?
Nei, vitiði hvað, ég óska þess frekar að mannkynið nýti jarðefnaeldsneytið á meðan það er ennþá hagkvæmt og eitthvað annað þegar það verður hagkvæmt en jarðefnaeldsneytið ekki. Það tók manninn 100 ár að skipta út tré fyrir kol, og önnur 100 ár að skipta úr kolum í olíu. Og á meðan eru menn að byrja rækta rófur á Grænlandi aftur. Verra er ástandið ekki.
Geir Ágústsson, 10.11.2014 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.