Sunnudagur, 12. október 2014
Tekjulind fyrir ríkisvaldið
Vegabréf eru orðin að fínni tekjulind fyrir ríkisvaldið. Án vegabréfs er ferðafrelsi voðalega takmarkað. Til að öðlast ferðafrelsi þarf að kaupa vegabréf hjá ríkinu. Þetta veit ríkisvaldið. Verðmiðinn á vegabréfinu mun halda áfram að hækka og hækka.
Hið íslenska ríkisvald er ekki eitt um að gera ferðafrelsi fólks að tekjulind. Í Bandaríkjunum hafa menn uppgötvað aðra tekjulind: Afsölun ríkisborgararéttarsins. Fleiri og fleiri Bandaríkjamenn reyna nú að flytjast frá Bandaríkjunum. Auðugir Bandaríkjamenn gera það til að forða auði sínum frá sívaxandi skattheimtu (fyrirtækjaskattur þar í landi er með því hæsta sem gerist í heiminum, svo dæmi sé tekið). Ungt fólk gerir það til að freista gæfunnar annars staðar. Þetta hafa yfirvöld uppgötvað og hafa í kjölfarið margfaldað verðmiðann á umsóknareyðublaðinu sem þarf að fylla út til að losna við ríkisborgararéttinn. Eflaust mun verðmiðinn hækka enn meira þar til venjulegt fólk hefur ekki efni á þjónustunni og er í raun fast. Þessu má líkja við hin gömlu vistarbönd.
Íslendingar eru yfir það heila ófúsir að afsala sér ríkisborgararétti sínum. Muni það breytast er eitt víst: Ríkisvaldið mun gera það að tekjulind!
Tölvan segir nei! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.