Þingmenn raða sér í tilvitnanabækur framtíðarinnar

Í frétt á Vísir.is segir:

 Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum.

Mér sýnist svo á fréttinni að þingmenn séu í óða önn við að raða sér í tilvitnanabækur framtíðarinnar. Ég gef mér að á einhverjum tímapunkti muni takast að koma áfengi í íslenskar matvöruverslanir. Reynslan verði ágæt. Úrval batnar og aðgengi en án þess að unglingar verði eitthvað sérstaklega þjáðir. Þeir skipta bara úr skítugum landa yfir í hreinni framleiðslu. Drykkja þeirra verður svipuð í heildina, en ef hún eykst þá dreifist hún því það að fá sér einn bjór eða tvo mun ekki endilega þýða húrrandi fyllerí.

Þingmenn verða í aðdraganda breytinga á fyrirkomulagi áfengissölu þá búnir að hleypa svo mörgum gullkornum úr sér að þau verða að hálfgerðum bröndurum. Flest þekkjum við til einhverra gullkorna sem hrutu af vörum ýmissa þingmanna þegar "leyfa" átti útsendingar á sjónvarpi í lit, og þegar bjórinn var leyfður á sínum tíma.

Það verður auðveldara og auðveldara að skrifa bækur með skondnum tilvitnunum á Íslandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband