Kemur það á óvart?

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) dró úr hagvaxtarspá sinni fyrir flest þróuð ríki í morgun. Hægur efnahagsbati á evrusvæðinu hefur slæm áhrif á alþjóðaefnahaginn að sögn OECD.

Kemur það á óvart? Kemur á óvart að spámaður sem veit ekkert, sér ekkert og skilur ekkert spái rangt fyrir um framtíðina?

Látum okkur sjá.

Hjá OECD ríkir sú trú að peningaprentun leiði til hagvaxtar (sem er væntanlega skilinn sem raunverulegur vöxtur á hagkerfi en ekki bara einver tálsýn í Excel). Tilvitnun úr þeirra eigin fréttatilkynningu: "Under the continuing influence of monetary stimulation, Japan is projected to grow by 0.9 percent in 2014 and 1.1 percent in 2015."

Hjá OECD ríkir sú trú að eilíf aukning á magni peninga í umferð sé nauðsynleg til að halda neytendum kaupglöðum. Tilvitnun (ibid): "Given the low-growth outlook and the risk that demand could be further sapped if inflation remains near zero,or even turns negative, the OECD recommends more monetary support for the euro area."

Til að kóróna vitleysuna eru hér lokaorðin úr sömu fréttatilkynningu:

 With countries facing such diverging outlooks, macroeconomic policy needs are becoming increasingly diverse. “The euro area needs more vigorous monetary stimulus, while the US and the UK are rightly winding down their unconventional monetary easing,” Mr Tamaki said. “Japan still needs more quantitative easing to secure a lasting break with deflation, but must make more progress on fiscal consolidation than most other countries.”

Sem sagt: Úr því eitrið drap okkur ekki í litlum skömmtun þá skulum við taka það í stærri skömmtun. Frábært! 

Spekingarnir skilja ekki hvernig endalaus peningaprentun er ekki að leiða til meiri verðbólgu eða "hagvaxtar". Þeir vita ekkert hvað er að gerast. Þeir eru fastir í Excel. Þeir sjá ekki að hinir nýju peningar eru að leita í hlutabréfabólgur, skuldabréfabólur og aðrar bólur sem sjást illa í tölfræði yfir þróun matarverðs og verðs á skóm og dömubindum. Þeir hamast og hamast við peningaprentvélarnar en sjá aldrei tilætluð áhrif.

Sömu spekingar skilja heldur ekki hvernig alltaf lækkandi verð á t.d. tölvum og símum er ekki að senda neytendur í eilífa frestun á kaupum á þessum tækjum. Þeir skilja ekki hvernig "verðhjöðnun" á tölvum og símum er engu að síður fylgt eftir af blússandi samkeppni fyrirtækja sem skila myndarlegum hagnaði á hverju einasta ári. 

Það sem er að gerast allt í kringum OECD er aðdragandi hrinu ríkisgjaldþrota. Það sér OECD ekki. 

Íslendingar ættu að segja skilið við OECD. Þetta er greinilega kjaftaklúbbur sem skilur sig bara frá röflinu í ölvuðum unglingum að því leyti að hann kostar skattgreiðendur mikið fé.  


mbl.is OECD dregur úr hagvaxtarspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband