Laugardagur, 16. ágúst 2014
Er nóg að skera niður?
Ímyndum okkur eftirfarandi samtal læknis og sjúklings með illkynja krabbameinsæxli:
Læknir: Kæri sjúklingur, við þurfum að taka aðeins af æxlinu til að koma í veg fyrir að það dragi þig til dauða.
Sjúklingur: Taka af? Þarf ekki að fjarlægja æxlið alveg?
Læknir: Nei, nei. Við tökum bara aðeins af því og reynum að koma í veg fyrir að það breiðist of hratt út.
Sjúklingur: Mun ég þá geta lifað eðlilegu lífi undir stöðugu eftirliti þínu með æxlinu?
Læknir: Þú verður alltaf svolítið slappur, og þarf sífellt að vera á varðbergi, en þetta er besta leiðin.
Sjúklingur: En hvað með að skera bara æxlið af eins og það leggur sig?
Læknir: Nei, það er ekki gott ráð. Þá hef ég minna að gera. Eða muntu hugsa stanslaust til mín ef þú ert laus við æxlið?
Sjúklingur: Nei, að vísu ekki. Maður hugsar nú ekki mikið til lækna þegar maður er heilbrigður og að vaxa og dafna.
Læknir: Nei þarna sérðu. Nei við förum í varfærinn niðurskurð og látum svo stóran hluta af lífi þínu snúast um mitt mikilvæga hlutverk í lífi þínu.
Sjúklingur: Jæja þá gott og vel, þú ert jú mikilvægur og þarft athygli.
Læknir: Já rétt.
Ríkisstofnanir þöndust út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ætti alls ekki að skera niður í heilbrigðisþjónustu hins opinbera.
En þú forðast að nefna það, að þær ríkisstjórnir þar sem Samfylkingin var innanborðs skar ötullega niður í þessum málaflokki til þess að fjármagna algjöran óþarfa: Umhverfisráðuneytið, þar sem hver einasta urð og grjót var friðuð meðan skólpið flæddi óhreinsað (og flæðir enn) í ár, stöðuvötn og fjörur, svo og utanríkisþjónustuna vegna SÞ- og ESB-æðis auk annarra óþarfa framkvæmda, sem hvorki jók hagvöxt né var til hagsbóta fyrir lægri stéttir þjóðfélagsins.
En það er einnig þörf á því að skera niður í fjölda embættismanna sem vinna í heilbrigðisráðuneytinu, en bæta um leið kjör og fjölda starfsmanna heilbrigðisstofnanna og tækjabúnað spítalanna, sem er í lamasessi (en ekki eyða fé í steypu sem ekkert leysir, a.m.k. ekki út þennan áratug á meðan á kreppunni stendur).
Vinstristjórnin (og ríkisstjórnin þar á undan) var mjög ötul í að búa til óþarfa bureaukratastöður í ráðuneytum og öðrum opinberum stofnunum sem bitlinga fyrir flokksgæðingana. Þannig pólítískar ráðningar verða að leggjast af. Í Velferðarráðuneytinu sjálfu vinna um 100 manns, flestir við að ydda blýanta og ýta pappír fram og tilbaka.
Pétur D. (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 12:06
Sæll Petur og takk fyrir athugsemd thina.
Eg var nu ekki beint ad tala um heilbrigiskerfid. Læknirinn vonlausi herna er vitaskuld stjornmalamadurinn og sjuklingurinn er skattgreidandinn og borgarinn med rikisvaldid fast a ser ad sjuga ur honum lifid.
Nidurskurdur er ekki nog. Heilu afkimana tharf ad skera af rikisvaldinu. Heilu raduneytin og stofnanirnar tharf hreinlega ad leggja nidur, 100%, en ekki skera nidur um 2% her og 7% thar, til thess eins ad sja allt hafa vaxid um 20% 4 arum seinna.
Geir Ágústsson, 17.8.2014 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.