Föstudagur, 15. ágúst 2014
Bannað að bjóða far?
Leigubílar bjóða far, gegn gjaldi. Ekki vissi ég að ég væri eitthvað sérstaklega tryggður í leigubíl enda aldrei beðið um slíkt og gæti vel hugsað mér að farið yrði ódýrara án slíkrar tryggingar og að slysatryggingin mín ein sjái um að tryggja mig fyrir óhöppum.
Ég hef þegið far án rukkunar og boðið far án þess að taka gjald fyrir. Oftast þekki ég bílstjórann sem ég þigg far hjá, en ekki alltaf. Konan hefur fundið sér far á GoMore.dk hjá manni sem hafði fengið góða umfjöllun frá fyrri farþegum (en hann hafði áður gefið far í skiptum fyrir smáaura og félagsskapinn).
En núna á sem sagt að banna að bjóða og þiggja far, a.m.k. ef slíkir greiðar verða of auðveldir í framkvæmd.
Ég bíð spenntur eftir að græningjar og aðrir sem berjast gegn "einn maður í bíl" taki nú slaginn og berjist fyrir útbreiðslu kerfa sem auðvelda fólki að bjóða og þiggja far. Þannig komast fleiri á áfangastað en áður með minni eldsneytisnotkun en áður, fyrir lægra fé og jafnvel í skiptum fyrir góðan félagsskap.
Ég bíð spenntur.
Snjallforrit veldur illdeilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.