Athyglisvert orð: 'Skilaskylda'

Sumir fremja rán og aðrir þjófnaði. Sumir beita ofbeldi, taka í gíslingu og stunda barsmíðar.

Síðan eru það þeir sem skattleggja og leggja á "skilaskyldu". Þá eru það þeir sem framfylgja skólaskyldu og dæma til fangelsisvistar.

Hættir glæpur að vera glæpur þegar nafninu á honum er breytt? 

Íslendingar eru geðklofa þjóð.

Annar persónuleikinn er kröfuharður og gagnrýninn: Íslendingar eiga varla til orð af hneykslun þegar þeir skoða vöruúrval og verðlag í venjulegum verslunum. Þeir heimta meiri samkeppni. Þeir vilja meira úrval, lengri opnunartíma og lægra verð. Þeir vilja nýjustu tækni. Þeir vilja að verslanir séu hreinar.

Hinn persónuleikinn er dofinn og samdauna umhverfi sínu: Íslendingar láta ríkisvaldið svoleiðis traðka á sér að gólfmottur fá minnimáttarkennd. Skattar eru hækkaðir án mótmæla. Ríkissjóður safnar skuldum án þess að því sé mótmælt. Þjónusta er skorin niður. Biðlistar skammta þjónustu sem færri og færri geta notið þótt hún kosti sífellt meira. Krakkar koma ólæsir úr skólunum, fólk kemur lasið af sjúkrahúsum og peningarnir okkar fuðra upp á verðbólgubáli hins opinbera án þess að yfirgangi ríkisvaldsins sé mótmælt.

Hvernig væri að fá svolítið af kröfuharða Íslendingnum til að berjast gegn stanslausum yfirgangi hins opinbera? Ef enginn heldur aftur af ríkisvaldinu þá fer það sínu fram þar til við sitjum öll eftir í skuldasúpunni, með verðlausa peninga og í umhverfi nær algjörrar skattheimtu á öllu sem kallast verðmætt. 


mbl.is Getur orðið skilaskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við erum svo vön stöðugri fjárkúgun hérna að hún er eðlilegur hluti af lífinu.

Og fólk fer ekkert að berjast á móti þessu, vegna þess að það virðist vilja hafa þetta svona. Grunar mig að það stafi af heimsku.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2014 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband