Gráður í hverju?

Vinnumarkaðurinn er ekki að skapa nógu mörg störf fyrir háskólamenntað fólk og er áfram útlit fyrir töluvert atvinnuleysi meðal þessa hóps. 

Þetta er furðuleg fullyrðing. Mér finnst líklegra að þessu sé öfugt farið: Of mikið af háskólamenntun felur ekki í sér neina verðmætaskapandi þjálfun og er því ekki eftirspurn eftir á vinnumarkaðinum.

Er einhvers staðar í boði sundurliðun á atvinnuleysi eftir tegund háskólamenntunar á Íslandi? Danir eru ekki feimnir við að flagga slíkri tölfræði og nota beinlínis til að vara fólk við ákveðnum tegundum menntunar fyrir fólk sem er að sækja um háskólanám (of mikið framboð eða engin eftirspurn og því takmarkaðir atvinnumöguleikar að loknu námi). Væri það ráð á Íslandi? Ég hef heyrt mikið talað um atvinnumöguleika lögfræðinga en hvað með allt hitt? Hvað með kynjafræðingana, bókmenntafræðingana og félagsvísindafólkið? Er einhver að biðja um vinnu þeirra aðrir en hið opinbera eða einkafyrirtæki í gegnum lagaþvinganir?

Svo getur verið rétt að fyrirtæki séu að halda að sér höndum og ekki að ráða þótt sumir tali um "eðlilegt árferði". Árferðið er allt annað en eðlilegt. Fyrirtæki eru að búa sig undir bæði efnahagslega og pólitíska óvissu og halda því að sér höndum. Ef hérna væri "eðlileg" ríkisstjórn sem léti verkin tala og væri byrjuð að skera heilu afkimana af ríkisrekstrinum og skattheimtunni og regluverkinu þá væri kannski hægt að tala um "eðlilegt árferði". En ekki í dag. 


mbl.is Gráður ekki ávísun á störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Af hverju fara ekki fleiri í "ekta" verkfræði í Danmörku ern raun ber vitni?

FORNLEIFUR, 6.5.2014 kl. 08:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Fornleifur,

Það er enginn skortur á góðu námi á Íslandi eða Norðurlöndunum ef því er að skipta. En hvað segir það ungum manni sem vill fara í iðnnám að yfirvöld séu með einhverja stefnu um að háskólamennta svo og svo marga? Hvað segir það manni sem vill hætta í skóla og byrja að vinna sé sagt að þá verði hann aldrei að neinu? Hvað segir það manni í námshugleiðingum að það skipti engu máli hvað hann vilji læra - hann á bara að finna eitthvað "skemmtilegt" og ríkið reddar honum svo eftir útskrift?

Skilaboðin eru: Þú átt að fara í háskóla og fá gráðu, en aðrir borga reikninginn, bæði fyrir náminu og uppihaldi þínu að námi loknu.

Geir Ágústsson, 6.5.2014 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband