Skattalækkanir eru undanfari efnahagsbata

Ímyndum okkur hross. Á því eru þungir baggar. Eigandi hrossins vill gjarnan að það hlaupi hraðar. Takist það ætlar hann að fækka böggunum á því. Hann ætlar sér að gera það með því að láta hrossið venjast þyngslunum. Hrossið er látið gera æfingar sem gera því kleift að bera byrðarnar á baki sér. Hrossinu er kennt að létta tímabundið á böggunum, t.d. með því að beygja hnén svo neðstu baggarnir snerti jörðina, eða halla sér upp að húsvegg þegar þyngslin virðast óbærileg. Smátt og smátt tekst manninum að kenna hrossinu allskyns brögð til að umbera hlassið sem það ber. Hrossið nær að tölta hraðar og hraðar, en aldrei sérstaklega hratt.

Á svæðið kemur svo annar maður og spyr: Ef þú vilt að hrossið hlaupi hraðar af hverju fjarlægir þú ekki bara alla baggana af baki þess? Eigandi hrossins verður alveg hneykslaður. Hver á að bera hina þungu bagga ef hrossið gerir það ekki? Aðkomumaðurinn kann engin svör við þessu. Hann veit ekki að baggarnir eru fullir af sandi sem hafa þann eina tilgang að draga niður þá sem þá þurfa að bera.

Skatta á að lækka til að efnahagsbati geti átt sér stað. Það þýðir minna ríkisvald ofan á herðum skattgreiðenda og fyrirtækja. Þetta er svona einfalt.  


mbl.is Hollande boðar skattalækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ætli Hollande hafi ekki áttað sig á því að skoðanir hans ganga ekki upp í veruleikanum? Kannski honum hafi verið órótt vegna þess fjölda tiltölulega tekjuhárra Frakka sem lét sig einfaldlega hverfa úr landi (70% skatturinn).

Annars getur vel verið að þessar skattahækkanir hans verði nánast ekki neitt - eins og skattalækkanir Bjarna Ben. Svo segjast sjálfstæðismenn vera flokkur atvinnulífsins. Hér fara orð og athafnir ekki saman.

Sagan geymir mörg dæmi þess að lækkun skatta stækki kökuna þannig að skattalækkanir eru engin rússnesk rúlleta. Harding er sennilega öflugasta dæmið. Reagan gerði það sama og mikill efnahagsbati fylgdi (hann "gleymdi" þó að draga saman ríkisútgjöld á sama tíma).

Ótrúlegt að hægt sé að útskrifast með háskólapróf í efnahagsmálum en líta alltaf framhjá því sem virkar og því sem sagan getur kennt okkur. Merkilegt!

Ætli ég geti fengið þá fjármuni sem runnið hafa úr mínum vasa í hag- og viðskiptafræðideild HÍ endurgreidda?

Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 20:17

2 identicon

"Reagan gerði það sama og mikill efnahagsbati fylgdi (hann "gleymdi" þó að draga saman ríkisútgjöld á sama tíma)."

Hann var alltaf í minnihluta í fulltrúadeildinni og demokratar vildu ekki draga saman útgjöldin...

Stefán (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 21:02

3 identicon

Steingrímur J. hélt að hægt væri að skattleggja sig út úr kreppunni. Reiknidæmið hans leit þannig út:

Ef 5% hækkun skatta eykur tekjur ríkisins um 5%, þá mun 50% hærri skattar auka tekjur ríkisins um 50%.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband