Sönnun fyrir glóruleysi hagvaxtarspádóma

Grein­ing Íslands­banka spá­ir 3,3% hag­vexti á næsta ári sem þýðir að vöxt­ur­inn verður áfram yfir lang­tíma­hag­vexti. Gangi spá­in eft­ir verður lands­fram­leiðslan á næsta ári - árið 2015 - á föstu verði kom­in yfir það sem hún var árið 2008.

Að teknu til­liti til fólks­fjölg­un­ar mun lands­fram­leiðslan á mann árið 2016 vera viðlíka því sem hún fór hvað hæst fyr­ir hrun bank­anna haustið 2008.

Þá er loksins komin endanleg sönnun fyrir því að hagvaxtarspár eru talnaleikfimi sem koma raunveruleikanum ekkert við. Með því að bera saman hagvaxtarspár, t.d. þessa hér að ofan, og raunveruleikann er sú sönnun komin fram.
 
Hagvaxtarspár geta að vísu verið afsakaðar með því að þeim var þannig séð aldrei ætlað að lýsa raunveruleikanum. Þær eru tæki fyrir stjórnmálamenn til að "stýra" hagkerfinu. Stjórnmálamenn vilja ekki heyra að fólk spari og fjárfesti. Stjórnmálamenn líta á það sem sitt hlutverk. Þeir vilja skattleggja "umframhagnað" á góðu árunum og skuldsetja ríkissjóð á mögru árunum. Þeim er því alveg sama um sparnað, sem er enginn á Íslandi, og vilja bara að einkaneysla sé há - sú neysla sem veitir kjósendum ánægju hér og nú og skilar atkvæðum í kjörkassann.  
 
Hagvöxtur á Íslandi er enginn og hagkerfið er að veikjast. Það er raunveruleikinn.  

mbl.is Spá 3,3% hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega glórulaust.

Þessa "spá" hafa silfurskeiðungarnir pantað hjá vinum sínum í bankanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 20:54

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Hagvöxtur á Íslandi er enginn og hagkerfið er að veikjast" - Segir þú !

Þegar menn sjá alls ekki ljósið og það um hábjartan dag þá er hægt að skilja afhverju menn bíða bara og biðja um Brussel undrin !

Gunnlaugur I., 4.5.2014 kl. 21:35

3 identicon

Sæll.

Það er nú meira en bara hagvaxtartölur sem eru innihaldslausar. Heldur einhver að atvinnuleysi hér sé undir 10%? Sá misskilningur leiðréttist hér með.

Helgi (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband