Laugardagur, 22. mars 2014
Lítil dæmisaga um vatnsskort
Cherrapunji er einn blautasti staður jarðar. Í venjulegu árferði mælist rigning um 11 metrar á ári. Gopalpura er í öðrum hluta Indlands og þar mælist rigning aðeins nokkrir sentimetar á ári. Á hvorum staðnum ætli sé vatnsskortur? Í svarinu liggur einnig svarið við því hvað er að vatnsmeðhöndlun í heiminum. Í Cherrapunji er vatni sóað og íbúar líða skort en í Gopalpura hafa menn lært að fara með vatnið og líta á það sem verðmæta auðlind. Því miður er ástandið víða í heiminum eins og í Cherrapunji. Flestar ríkisstjórnir hafa farið svo illa með vatnið að stórum hluta þess er sóað. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að fimmti hver jarðarbúi hefur ekki aðgang að hreinu vatni.
Framtíðina mun skorta vatn og orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.