AAA: Afskaplega andlaus afstaða

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins, AAA, sem er hæsta einkunn sem matsfyrirtækið veitir. Horfur eru nú stöðugar en voru áður neikvæðar.

Látum okkur sjá. Engin eining, stofnun, stjórnvöld eða fyrirtæki skuldar meira en bandaríska alríkið. Bandaríska alríkið safnar gríðarlegum skuldum í hverjum einasta mánuði. Ekkert virðist benda til að sú skuldasöfnun sé að stöðvast. Loforð stjórnmálamanna um "niðurskurð" í útgjöldum og skuldasöfnun snúast um að hægja á skuldasöfnuninni, ekki stöðva hana.

Þetta komast Bandaríkin samt upp með í bili, rétt eins og mörg önnur vestræn ríki. Fyrst og fremst getur bandaríska alríkið þakkað fyrir að bandaríski dollarinn nýtur enn einhvers trausts. Við honum er tekið í viðskiptum. Bandaríska alríkið fær seðlabankann sinn til að prenta fé upp í skuldir þess.

Engin von er til þess að bandaríska alríkið muni borga skuldir sínar. Það mun bara prenta peninga upp í þær eins lengi og það getur, enda krefst mikils pólitísks hugrekkis að víkja af þeirri braut. Bandaríska alríkið mun aldrei ráðast í gríðarlegan niðurskurð og skerðingu lífskjara hjá bandarískum almenningi til að borga Kínverjum. Það er einfaldlega pólitískt sjálfsmorð.

Samt sem áður gefa hin svokölluðu matsfyrirtæki bandaríska ríkinu ennþá háa lánshæfiseinkunn. Eru þetta ekki sömu fyrirtæki og deildu út toppeinkunnum til allra hinna gjaldþrota fyrirtækja og banka fram til ársins 2008?

Við lifum í skrýtnum heimi þar sem sparnaður borgar sig ekki og stærstu skuldararnir fá bestu lánshæfiseinkunnina. Spilaborgin riðar til falls í mjög náinni framtíð. Næsta kreppa verður ríkisfjármálakreppa. Hún mun láta bankakreppuna til að líta út eins og lítinn hiksta við hlið flogakrampans sem bíður hins alþjóðlega hagkerfis. 


mbl.is Góðar fréttir fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband