Laugardagur, 15. mars 2014
Hugmynd að lausn: Einkavæða framhaldsskólana
Núna deila allir kennarar við framhaldsskóla við hinn eina samningaaðila hins opinbera. Þetta er erfið staða. Enginn kennari í henni mun koma út með rétt laun. Þeir bestu fá meðallaun, óverðskuldað. Þeir verstu fá meðallaun, óverðskuldað.
Betra væri að koma á fyrirkomulagi hinna verkfallalausu stétta - þeirra þar sem hver semur fyrir sig.
Þær stéttir, ef svo má kalla, eru starfsmenn einkafyrirtækja.
Hvernig væri að gera að kennara framhaldsskóla að starfsmönnum einkafyrirtækja og koma þessari eilífu verkfallshótun frá um leið og laun gætu byrjað að endurspegla getu og þekkingu hvers og eins kennara?
Er það alveg galið? Eða vilja allir synda á sjó meðaltalsins, þar sem þeir verstu hafa engan hvata til að standa sig betur í starfi, og þeir bestu hreinlega neikvæða hvata?
Lokatilraun til að forða verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig á að mæla hvaða kennari er betri en annar?
Stóra vandamálið í að gera upp á milli kennara er að verðmætustu eiginleikar kennara eru ill eða ómælanlegir.
Hvernig mælir maður til dæmis alúð? Umhyggju? Áhugahvöt? Samviskusemi? Fjölbreytileika?
Allir framhaldsskólar eru með stofnanasamning, sem átti meðal annars að skila einmitt þessu sem þú nefnir. Þeir samningar hafa nákvæmlega engu skilað.
Einkavæiðng skóla skilar engu heldur. Enginn kostnaður minnkar, hvorki laun né rekstur. Það eina sem gerist er að hagnaðarkrafa eigandans bætist ofan á kostnaðinn.
Baldvin Björgvinsson, 16.3.2014 kl. 08:25
Hvernig mæla kaupendur námskeiða hvaða námskeið eru betri en önnur? Þeir kynna sér reynslu annarra, skoða valmöguleikana, verðlagið og hugsanlega ferilskrá kennaranna. Niðurstaðan er sú að sum námskeið eru langlíf og önnur ekki.
Hvernig metur vinnuveitandi minn mig sem verkfræðing? Menntunin segir voðalega lítið. Ég framleiði ekki endilega sama magn af pappír og vinnu. Mjög lítið er til af mælikvörðum til að bera sig saman við vinnufélaga mína. Samt fáum við mismunandi laun en fyrir "sömu vinnu".
Allt sem þú telur upp sem vandamál eru ekki meiri vandamál en svo að við þau er átt á hverjum degi á öllum einkareknum fyrirtækjum. Þau hafa verðmat viðskiptavina sinna, samkeppni og sveigjanleika til að reka og ráða til að leiðbeina sér í rekstrinum. Skólar í umsjón hins opinbera; ekki. Og það hamlar þeim, gerir lélega þjónustu og dýra, og góða þjónustu of ódýra og þar með fágæta.
Geir Ágústsson, 17.3.2014 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.