Kreppan er rétt að byrja

Útgáfa bóka um þjóðmál eru alltaf góðir fréttir að mínu mati. Í bók er rými til að fara djúpt í hlutina, ræða þá fram og til baka og byggja upp röksemdarfærslu í lengra máli en rými er fyrir í greinum og jafnvel ritgerðum.

Íslendingar eru ennþá að reyna komast til botns í því hvað gerðist árið 2008 og finna leiðir til að reisa hagkerfi sitt og sjálfsímynd upp á ný.

Mín spá er sú að þetta muni ekki takast áður en næsta kreppa skellur á. Sú kreppa mun láta þá sem hófst árið 2008 til að líkjast litlum fílapensli á bólugröfnu andliti.

Á einum stað segir til dæmis:

Ultimately the power of monetary policy to engineer a real economy will be proven to be just as ridiculous as the claims that housing prices must always go up. 

Næsta kreppa verður ríkisfjármála- og gjaldmiðlakreppa. Ríkissjóðir sem tóku á sig gjaldþrota banka eru skuldsettir upp í rjáfur (og sá íslenski því hann hélt áfram að eyða þótt skattstofnarnir hafi þornað upp eða horfið). Til að fjármagna þá skuldsetningu hafa þeir flestir tekið upp á að prenta peninga í stórum stíl (þeir sem hafa aðgang að seðlabanka). Kaupmáttur gjaldmiðlanna rýrnar í kjölfarið, og víða er sú rýrnun bara að hluta komin fram. Sú rýrnun neyðir yfirvöld til að hægja á peningaprentuninni, og þá taka vextir stökk upp á við og senda skuldsetta ríkissjóði í greiðsluþrot.

En hvað kemur þetta okkur við? Þetta hefur margvísleg áhrif. Skuldir munu rjúka upp með vaxtahækkununum (og í tilviki Íslandendinga með verðtryggð lán, vegna verðtryggingar). Sparnaður verður að engu. Laun munu hækka mun hægar en skuldir og rýrnun á kaupmætti peninga. Lífskjör almennings taka með öðrum orðum stóran skell. 

Þetta er viðbúið og þetta er fyrirsjáanlegt en stjórnmálamenn láta svona tal sem vind um eyru þjóta. Það verður á þeirra ábyrgð að hafa lifað í núinu og hunsað allar viðvaranir. 


mbl.is Ný kenning um íslensk stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband